Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félögin Bala ehf. og Geysi-Fjárfestingafélag ehf. Landsréttur sýknaði RÚV en dæmdi MAST til skaðabótaábyrgðar í maí síðastliðnum.
Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun.
Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning.
Matvælastofnun óskaði eftir að sinn hluti málsins yrði tekinn fyrir í Hæstarétti, en Bali og Geysir óskaði eftir að hlutinn sem varðar RÚV færi fyrir Hæstarétt.
Hæstiréttur samþykkir að taka RÚV-hlutann fyrir þar sem að málið gæti verið fordæmisgefandi um skyldur og ábyrgð fjölmiðla.
Jafnframt samþykkir dómurinn að taka MAST-hlutann fyrir því hann gæti verið fordæmisgildi um afgreiðslu stjórnvalda á beiðnum um afhendingu gagna og um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna.