Meira um ofbeldi og hótanir og starfsfólk upplifir óöryggi í vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 22:01 Á dögunum var brotin rúða á heilsugæslunni í miðbæ. Nýlegt dómsmál hefur einnig vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar. Vísir/Elín Tilfellum þar sem heilbrigðisstarfsfólki er hótað og það jafnvel beitt ofbeldi fjölgar að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna og forstjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk heilsugæslu þar sem ráðist var á lækni á vinnutíma upplifir óöryggi í vinnunni. Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi. Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi.
Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira