Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 10:16 Frakkland er komið í undanúrslit á enn einu stórmótinu. Emin Sansar/Getty Images Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik. Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Það má segja margt um leik gærkvöldsins en skemmtanagildið var ekki hátt. Spennustigið var það hins vegar og því var við hæfi að leikurinn hafi endað í vítaspyrnukeppni. Ousmane Dembélé kom Frakklandi yfir með fyrstu spyrnu Frakklands en Cristiano Ronaldo jafnaði metin um hæl. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnu sinni. Hann var sakaður um að hafa hikað of mikið í atrennu sinni. Var þetta löglegt? 🤔 pic.twitter.com/XIXxA7bBkj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Youssouf Fofana kom Frakklandi yfir á nýjan leik en Bernardo Silva jafnaði metin fyrir Portúgal áður en Jules Koundé kom Frakklandi yfir á ný. Þá var röðin komin að João Félix en hann hafði komið inn af varamannabekk Portúgal á 106. mínútu leiksins. João Félix var skúrkurinn hjá Portúgal í kvöld. Hann var sá eini til að klúðra vítaspyrnu og því eru þeir á leið heim 🇵🇹 pic.twitter.com/woV0d8bra1— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Spyrna Félix var ekki alslæm en hún endaði hins vegar í stönginni en ekki netinu og Frakkar sáu því undanúrslitin í hyllingum. Bradley Barcola skoraði svo úr sinni spyrnu og setti því mikla pressu á Nuno Mendes sem þrumaði sinni spyrnu í netið og lagði allt traust á markvörð sinn Diogo Costa sem fór á kostum í vítaspyrnukeppni Portúgals og Slóvakíu fyrir aðeins örfáum dögum. Hinn ungi Nuno Mendes átti eina af spyrnum kvöldsins í vítaspyrnukeppninni gegn Frökkum. Portúgal hefði getað farið en Mendes lúðraði boltanum í þaknetið 🇵🇹 pic.twitter.com/eUJYkAVaLI— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Costa átti hins vegar engin svör í gærkvöldi og það átti einnig við þegar Theo Hernandez steig upp. Hann negldi boltanum í netið og tryggði farseðilinn í undanúrslit. Theo Hernandez tryggði Frökkum farseðilinn í undanúrslit. Mbappé fylgdist stressaður með en Hernandez var ískaldur á punktinum 🇫🇷 pic.twitter.com/PYtVNvf2ta— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 5, 2024 Frakkland er komið alla þessa leið án þess að skora mark í opnum leik. Kylian Mbappé skoraði úr vítaspyrnu í riðlakeppninni, þá hafa mótherjar Frakklands skorað tvö sjálfsmörk og svo þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni gegn Portúgal. Það sem er álíka skrítið er að Frakkland á enn eftir að fá á sig mark úr opnum leik en eina markið sem Frakkar hafa fengið á sig á mótinu til þessa skoraði Robert Lewandowski úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Frakklands og Póllands. 🇫🇷😃#EURO2024 | #PORFRA pic.twitter.com/68dfxjQJr8— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 6, 2024 Nú er að bíða og sjá hvort Spánn, eitt heitasta liðið til þessa á mótinu, takist að hrista upp í leikstíl Frakka eða hvort undanúrslitaleikurinn verði enn ein skákin sem Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, vinni.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44 Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Frakkar sluppu inn í undanúrslit Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Frökkum, í 8-liða úrslitum í Þýskalandi í kvöld. 5. júlí 2024 21:44
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. 5. júlí 2024 22:17