Carbfix: Stærsta framlag Íslands í loftslagsmálum heimsins Sævar Freyr Þráinsson skrifar 7. júlí 2024 09:59 Við erum heppin að búa á Íslandi. Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur. Forverar Orkuveitunnar hafa verið að beisla þessa orku frá árinu 1909. Með hugviti og framsýni höfum við tekið þátt í að leggja grunninn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar búa að. Við bjóðum hreina orku, heitt og kalt vatn, ljósleiðaratengingar og byltingarkennda tækni í kolefnisbindingu. Við gleymum því stundum að þetta eru eftirsótt gæði sem við erum vön að njóta og tökum oft sem sjálfsögðum. En þessi gæði eru ekki sjálfsögð og þeim fylgir ábyrgð. Okkur í Orkuveitunni er treyst fyrir því að nýta auðlindirnar okkur öllum til góða. Stór hluti af íslensku samfélagi treystir Orkuveitunni daglega og við viljum að okkur sé líka treyst fyrir tækifærum framtíðarinnar. Þessa ábyrgð höfum við borið í rúmlega hundrað ár og þannig er Orkuveitan aldargamall frumkvöðull í nýtingu sjálfbærrar orku. Og frumkvöðlar horfa fram á veginn. Í nýrri stefnu Orkuveitunnar blásum við til sóknar. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar og ætlum í stórsókn þegar kemur að bæði raforku og varmaorku. En það er ekki bara orkuskortur sem við erum að fást við. Flest okkar eru sammála um að ein af stærstu áskorunum framtíðarinnar sé loftslagsváin. Það er verkefni okkar allra að sporna við hlýnun jarðar og við verðum að leita allra leiða til að minnka kolefnisútblástur. En það er hægt að gera meira en að minnka útblástur. Marg vottuð og sannreynd aðferð Þegar hinn aldargamli frumkvöðull stóð frammi fyrir því verkefni að sporna við losun koldíoxíðs frá virkjun okkar á Hellisheiði var farið í að finna lausnir. Við þekkjum þá lausn í dag sem Carbfix-tæknina. Þar er náttúrulegu ferli sem hefur bundið kolefni í milljónir ára hraðað með því að dæla koldíoxíði niður í berg þar sem það verður að steindum. Þessar steindir munu síðan halda sig í félagsskap allra hinna milljóna ára gömlu steindanna, næstu milljón árin. 99,98% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi. Og þetta er ekki einhver lyfturæða fyrir startup fyrirtæki. Við erum að tala um marg vottaða og sannreynda aðferð sem hefur vakið athygli stærstu fjölmiðla og þjóðarleiðtoga heims. Þegar ég segi erlendum gestum sem heimsækja okkur á Hellisheiði þessa sögu skynja ég þakklæti og von í brjósti fólks. Eðlilegt að spyrja spurninga En það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga þegar tæknin er annarsvegar. Það á ekkert að vera sjálfsagt. Við sjáum í aðdraganda hitaveituvæðingarinnar á sínum tíma að það var hart tekist á í blöðunum. „Kjósið hitaveituna í dag“ og „Reykvíkingar! Tryggið yður hitaveituna með því að kjósa C-listann“ voru fyrirsagnir Morgunblaðsins árið 1938 ásamt mynd af kolareyknum sem lá yfir borginni. „Ég hugsa að ég hafi aldrei heyrt jafn heimskulega hugmynd og að hægt sé að flytja heitt vatn alla þessa leið, og það verði enn nógu heitt til þess að hita upp heilt hús. Þú munt aldrei ná að sannfæra mig um að þetta sé framkvæmanlegt, þrátt fyrir alla þessa útreikninga þína,“ var haft eftir einum borgarfulltrúa í umræðum um málið. Það að hafa trú á framkvæmdinni og treysta vísindunum hefur ekki bara sparað okkur krónur og aura heldur komið í veg fyrir gríðarlega kolefnislosun í gegnum árin, með því að leysa af hólmi olíu og kol og verið til þessa stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála. Hundrað ára gamlir frumkvöðlar taka umræðuna Og nú er hugmyndin að nýta Carbfix-tæknina þannig að hún geti farið að skipta máli fyrir alvöru í baráttu okkar við loftslagsvána. Coda Terminal er verkefni sem unnið hefur verið að í Straumsvík í Hafnarfirði og er ætlað að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna og það er líka verið að horfa til fleiri landa. Við skiljum að fólk spyrji spurninga. Enda erum við að ryðja veginn með nýjum og byltingarkenndum hugmyndum. Fólk spurði spurninga í hitaveituvæðingunni á sínum tíma og nú er fólk er að spyrja spurninga í Straumsvík. Okkur í Orkuveitunni og Carbfix finnst sjálfsagt að svara þessum spurningum og taka þátt í umræðunni um lausnir við loftslagsvandanum. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúafundum í Hafnarfirði þar sem við höfum kallað til sérfræðinga til þess að ræða málin og við hlökkum til þess að svara áfram spurningum. Þá eru aðgengilegar allar upplýsingar á vefsíðum Carbfix. Því það er einfaldlega þannig að hundrað ára gamlir frumkvöðlar skilja mikilvægi umræðunnar og við höfum alltaf viljað gera hlutina í sátt við samfélagið. Við viljum með umræðunni hjálpa fólki að fá réttar upplýsingar um að tækni Carbfix sé örugg og ábyrg, með sama hætti og hitaveitan hefur verið í áratugi. Það er von mín að við á Íslandi munum í framtíðinni geta litið til baka og verið stolt af því að hafa haft raunveruleg áhrif í loftslagsmálum heimsins. Að fyrsta stóra skrefið hafi verið stigið með Coda Terminal í Hafnarfirði sem hafi jafnframt skapað verulegan efnahagslegan ávinning. Höfundur er forstjóri Orkuveitunnar (móðurfélags Carbfix) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Við erum heppin að búa á Íslandi. Fyrir utan að vera friðsælt og öruggt, býr landið yfir miklum náttúrulegum gæðum. Þar getum við nefnt náttúrufegurðina, fiskinn í sjónum og orkuna allt í kringum okkur. Forverar Orkuveitunnar hafa verið að beisla þessa orku frá árinu 1909. Með hugviti og framsýni höfum við tekið þátt í að leggja grunninn að þeim lífsgæðum sem Íslendingar búa að. Við bjóðum hreina orku, heitt og kalt vatn, ljósleiðaratengingar og byltingarkennda tækni í kolefnisbindingu. Við gleymum því stundum að þetta eru eftirsótt gæði sem við erum vön að njóta og tökum oft sem sjálfsögðum. En þessi gæði eru ekki sjálfsögð og þeim fylgir ábyrgð. Okkur í Orkuveitunni er treyst fyrir því að nýta auðlindirnar okkur öllum til góða. Stór hluti af íslensku samfélagi treystir Orkuveitunni daglega og við viljum að okkur sé líka treyst fyrir tækifærum framtíðarinnar. Þessa ábyrgð höfum við borið í rúmlega hundrað ár og þannig er Orkuveitan aldargamall frumkvöðull í nýtingu sjálfbærrar orku. Og frumkvöðlar horfa fram á veginn. Í nýrri stefnu Orkuveitunnar blásum við til sóknar. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar og ætlum í stórsókn þegar kemur að bæði raforku og varmaorku. En það er ekki bara orkuskortur sem við erum að fást við. Flest okkar eru sammála um að ein af stærstu áskorunum framtíðarinnar sé loftslagsváin. Það er verkefni okkar allra að sporna við hlýnun jarðar og við verðum að leita allra leiða til að minnka kolefnisútblástur. En það er hægt að gera meira en að minnka útblástur. Marg vottuð og sannreynd aðferð Þegar hinn aldargamli frumkvöðull stóð frammi fyrir því verkefni að sporna við losun koldíoxíðs frá virkjun okkar á Hellisheiði var farið í að finna lausnir. Við þekkjum þá lausn í dag sem Carbfix-tæknina. Þar er náttúrulegu ferli sem hefur bundið kolefni í milljónir ára hraðað með því að dæla koldíoxíði niður í berg þar sem það verður að steindum. Þessar steindir munu síðan halda sig í félagsskap allra hinna milljóna ára gömlu steindanna, næstu milljón árin. 99,98% af öllu kolefni á jörðinni er bundið í bergi. Og þetta er ekki einhver lyfturæða fyrir startup fyrirtæki. Við erum að tala um marg vottaða og sannreynda aðferð sem hefur vakið athygli stærstu fjölmiðla og þjóðarleiðtoga heims. Þegar ég segi erlendum gestum sem heimsækja okkur á Hellisheiði þessa sögu skynja ég þakklæti og von í brjósti fólks. Eðlilegt að spyrja spurninga En það er eðlilegt að fólk spyrji sig spurninga þegar tæknin er annarsvegar. Það á ekkert að vera sjálfsagt. Við sjáum í aðdraganda hitaveituvæðingarinnar á sínum tíma að það var hart tekist á í blöðunum. „Kjósið hitaveituna í dag“ og „Reykvíkingar! Tryggið yður hitaveituna með því að kjósa C-listann“ voru fyrirsagnir Morgunblaðsins árið 1938 ásamt mynd af kolareyknum sem lá yfir borginni. „Ég hugsa að ég hafi aldrei heyrt jafn heimskulega hugmynd og að hægt sé að flytja heitt vatn alla þessa leið, og það verði enn nógu heitt til þess að hita upp heilt hús. Þú munt aldrei ná að sannfæra mig um að þetta sé framkvæmanlegt, þrátt fyrir alla þessa útreikninga þína,“ var haft eftir einum borgarfulltrúa í umræðum um málið. Það að hafa trú á framkvæmdinni og treysta vísindunum hefur ekki bara sparað okkur krónur og aura heldur komið í veg fyrir gríðarlega kolefnislosun í gegnum árin, með því að leysa af hólmi olíu og kol og verið til þessa stærsta framlag Íslendinga til loftslagsmála. Hundrað ára gamlir frumkvöðlar taka umræðuna Og nú er hugmyndin að nýta Carbfix-tæknina þannig að hún geti farið að skipta máli fyrir alvöru í baráttu okkar við loftslagsvána. Coda Terminal er verkefni sem unnið hefur verið að í Straumsvík í Hafnarfirði og er ætlað að útvíkka tækni Carbfix upp í milljónir tonna og það er líka verið að horfa til fleiri landa. Við skiljum að fólk spyrji spurninga. Enda erum við að ryðja veginn með nýjum og byltingarkenndum hugmyndum. Fólk spurði spurninga í hitaveituvæðingunni á sínum tíma og nú er fólk er að spyrja spurninga í Straumsvík. Okkur í Orkuveitunni og Carbfix finnst sjálfsagt að svara þessum spurningum og taka þátt í umræðunni um lausnir við loftslagsvandanum. Við höfum staðið fyrir tveimur íbúafundum í Hafnarfirði þar sem við höfum kallað til sérfræðinga til þess að ræða málin og við hlökkum til þess að svara áfram spurningum. Þá eru aðgengilegar allar upplýsingar á vefsíðum Carbfix. Því það er einfaldlega þannig að hundrað ára gamlir frumkvöðlar skilja mikilvægi umræðunnar og við höfum alltaf viljað gera hlutina í sátt við samfélagið. Við viljum með umræðunni hjálpa fólki að fá réttar upplýsingar um að tækni Carbfix sé örugg og ábyrg, með sama hætti og hitaveitan hefur verið í áratugi. Það er von mín að við á Íslandi munum í framtíðinni geta litið til baka og verið stolt af því að hafa haft raunveruleg áhrif í loftslagsmálum heimsins. Að fyrsta stóra skrefið hafi verið stigið með Coda Terminal í Hafnarfirði sem hafi jafnframt skapað verulegan efnahagslegan ávinning. Höfundur er forstjóri Orkuveitunnar (móðurfélags Carbfix)
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar