Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það leikur enginn vafi á því að leikmönnum franska landsliðsins hafi tekist að hafa áhrif á kosningarinnar í heimalandinu. Getty/Dan Mullan Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira