Þakklátir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 11:25 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eru ástfangnir upp fyrir haus og gengu í hjónaband á dögunum. Karítas Guðjóns „Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn. Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira