Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2024 12:58 Hinn 18. apríl 2017 skrifaði þáverandi borgarstjóri undir samning við VSÓ og félagið Vesturbugt um uppbyggingu íbúða á samnefndu byggingarsvæði. Eftir töluverðan málarekstur ákvað borgin að afturkalla byggingarleyfið þegar ekkert hafði gerst á lóðinni í sjö ár. Reykjavíkurborg Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. Niðurstaða útboðs Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbugt.Reykjavíkurborg M3 fasteigaþróun bauð rúma 2,8 milljarða samanlagt í byggingarreitina Héðinsgata 1 og Héðinsgata 2, en Reir ehf. bauð samanlagt tæplega 2,2 milljarða. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar segir að nú hefjist væntanlega viðræður við Reykjavíkurborg um framhaldið út frá nýju deiliskipulagi sem væri mun betra en áður hefði gilt. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar reiknar með að framkvæmdir við Vesturbugt taki 3 - 4 ár.Stöð 2/Einar „Hugmyndin er auðvitað að fara hratt af stað og hefja uppbyggingu þarna sem fyrst.“ Hvenær gætu framkvæmdir hafist og hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þeim gæti lokið? „Hluti af framkvæmdum er auðvitað að hanna. Þannig að það er það fyrsta sem gerist. Það sést kannski ekki beint á reitnum strax. En ég hugsa að fljótlega upp úr kannski fyrsta ársfjórðungi á næsta ári myndu framkvæmdir hefjast,“ segir Örn. Verkefnið muni taka þrjú til fjögur ár þannig að því gæti lokið á árunum 2028 til 2029. Tilraunir Reykjavíkurborgar til að byggja íbúðarhúsnæði í Vesturbugt, vestur af slippnum í gamla Vestubænum, má rekja allt aftur til október 2012 þegar lögð var fram lýsing vegna deiliskipulags á svæðinu. Hinn 4. maí 2016 óskaði Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þátttöku í forvali og vegna byggingarréttar og uppbyggingar á lóðunum. Hér sést vel yfir byggingarlóðirnar tvær í Vesturbugt.Reykjavíkurborg Rétt um ári síðar eða 18. apríl 2017 skrifaði Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri undir samkomulag við VSÓ og nýstofnað félag, Vesturbugt, um uppbyggingna. Tekið var fram að framkvæmdir ættu að hefjast eftir 18 mánuði. Ekkert varð hins vegar af þeim og eftir mikið japl, jaml og fuður rifti Reykjavíkurborg samningnum vegna vanefnda lóðarhafa. Þá voru liðin sjö ár frá undirritun samninga án þess að nokkuð hafi verið gert. Byggingarlóðirnar voru síðan boðanar út að nýju hinn 24. júní á þessu ári og hafði íbúðum á reitnum þá verið fækkað úr 195 niður í 177. M3 fasteignaþróun var eins og áður sagði með hærra tilboð af tveimur og segir framkvæmdastjóri félagsins þetta vera mjög spennanid verkefni, með fjölbreyttum stærðum af íbúðum. Reykjavíkurborg „Allt frá littlum tveggja herbergja íbúðum og upp í stærri íbúðir. Þetta er náttúrlega gríðarlega skemmtilegur staður. Teygir sig lengra en fólk sér reitinn í dag,“ segir framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar. Húsin verði nær höfninni en Rastagatan gefi til kynna í dag því hún verði færð nær sjónum. „Þetta er gríðarlega spennandi staðsetning. Ég held að það sé tími til kominn að það fari að hefjast framkvæmdir á þessum reit,“ segir Örn Kjartansson. Framkvæmdin lúti almennum skiyrðum borgarinnar um ákveðið hlutfall leiguíbúða og svo framvegis. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. 30. júní 2023 19:53 Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Niðurstaða útboðs Reykjavíkurborgar fyrir Vesturbugt.Reykjavíkurborg M3 fasteigaþróun bauð rúma 2,8 milljarða samanlagt í byggingarreitina Héðinsgata 1 og Héðinsgata 2, en Reir ehf. bauð samanlagt tæplega 2,2 milljarða. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar segir að nú hefjist væntanlega viðræður við Reykjavíkurborg um framhaldið út frá nýju deiliskipulagi sem væri mun betra en áður hefði gilt. Örn Kjartansson framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar reiknar með að framkvæmdir við Vesturbugt taki 3 - 4 ár.Stöð 2/Einar „Hugmyndin er auðvitað að fara hratt af stað og hefja uppbyggingu þarna sem fyrst.“ Hvenær gætu framkvæmdir hafist og hvenær sjáið þið fyrir ykkur að þeim gæti lokið? „Hluti af framkvæmdum er auðvitað að hanna. Þannig að það er það fyrsta sem gerist. Það sést kannski ekki beint á reitnum strax. En ég hugsa að fljótlega upp úr kannski fyrsta ársfjórðungi á næsta ári myndu framkvæmdir hefjast,“ segir Örn. Verkefnið muni taka þrjú til fjögur ár þannig að því gæti lokið á árunum 2028 til 2029. Tilraunir Reykjavíkurborgar til að byggja íbúðarhúsnæði í Vesturbugt, vestur af slippnum í gamla Vestubænum, má rekja allt aftur til október 2012 þegar lögð var fram lýsing vegna deiliskipulags á svæðinu. Hinn 4. maí 2016 óskaði Reykjavíkurborg eftir umsóknum um þátttöku í forvali og vegna byggingarréttar og uppbyggingar á lóðunum. Hér sést vel yfir byggingarlóðirnar tvær í Vesturbugt.Reykjavíkurborg Rétt um ári síðar eða 18. apríl 2017 skrifaði Dagur B. Eggertsson þáverandi borgarstjóri undir samkomulag við VSÓ og nýstofnað félag, Vesturbugt, um uppbyggingna. Tekið var fram að framkvæmdir ættu að hefjast eftir 18 mánuði. Ekkert varð hins vegar af þeim og eftir mikið japl, jaml og fuður rifti Reykjavíkurborg samningnum vegna vanefnda lóðarhafa. Þá voru liðin sjö ár frá undirritun samninga án þess að nokkuð hafi verið gert. Byggingarlóðirnar voru síðan boðanar út að nýju hinn 24. júní á þessu ári og hafði íbúðum á reitnum þá verið fækkað úr 195 niður í 177. M3 fasteignaþróun var eins og áður sagði með hærra tilboð af tveimur og segir framkvæmdastjóri félagsins þetta vera mjög spennanid verkefni, með fjölbreyttum stærðum af íbúðum. Reykjavíkurborg „Allt frá littlum tveggja herbergja íbúðum og upp í stærri íbúðir. Þetta er náttúrlega gríðarlega skemmtilegur staður. Teygir sig lengra en fólk sér reitinn í dag,“ segir framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar. Húsin verði nær höfninni en Rastagatan gefi til kynna í dag því hún verði færð nær sjónum. „Þetta er gríðarlega spennandi staðsetning. Ég held að það sé tími til kominn að það fari að hefjast framkvæmdir á þessum reit,“ segir Örn Kjartansson. Framkvæmdin lúti almennum skiyrðum borgarinnar um ákveðið hlutfall leiguíbúða og svo framvegis.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Uppbygging við Vesturbugt Tengdar fréttir Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. 30. júní 2023 19:53 Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23 Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Borgin riftir samningi um uppbyggingu 176 íbúða Reykjavíkurborg hefur rift samningi sínum við Vesturbugt ehf. um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Reykjavíkurborg ber fyrir sig vanefndir vegna tafa en Vesturbugt ehf. telur riftunina ólögmæta, meðal annars vegna þess að deiliskipulag fyrir svæðið hefur ekki enn verið samþykkt. 30. júní 2023 19:53
Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. 2. september 2022 20:23
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20