„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 13:33 Flest brot mannsins voru framin í Hafnarfirði eða þegar hann var í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira