„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 13:33 Flest brot mannsins voru framin í Hafnarfirði eða þegar hann var í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira