Tuttugu fylgja fimm keppendum Íslands á Ólympíuleikana í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 06:32 Keppendur Íslands á Ólympíuleikunum í París. Talið frá vinstri: Hákon Þór Svavarsson, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir. ÍSÍ Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum í París og voru þeir ásamt fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í gær í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum 5. júlí síðastliðinn hverjir færu á Ólympíuleikana í París, bæði sem keppendur og fylgjendur. Leikarnir fara fram 26. júlí til 11. ágúst næstkomandi. Keppendurnir fimm eru: Anton Sveinn McKee (sund), Erna Sóley Gunnarsdóttir ( kúluvarp), Guðlaug Edda Hannesdóttir ( þríþraut), Hákon Þór Svavarsson (haglabyssuskotfimi) og Snæfríður Sól Jórunnarsdóttir (sund). Anton Sveinn er að fara á sína fjórðu Ólympíuleika en hin fjögur eru á sínum fyrstu leikum. Tuttugu manns munu fylgja fimm keppendum Íslands á ÓL í París. Ísland á keppendur í fjórum íþróttagreinum og það er flokkstjóri og þjálfari í þeim öllum, alls átta manns. Sjö manns koma frá ÍSÍ en þar á meðal eru forseti ÍSÍ Lárus L. Blöndal og framkvæmdastjórinn Andri Stefánsson. Vésteinn Hafsteinsson er aðalfararstjóri en þrír aðrir eru í fararstjórn og ein sem sér um kynningarmál. Fimm manns skipa síðan heilbrigðisteymi Íslands á hópnum en þar er læknir, nuddari, sálfræðingur og tveir sjúkraþjálfarar. Auk þessa tuttugu þá mun Líney Rut Halldórsdóttir vera í París á vegum Evrópsku Ólympíunefndanna en hún er í framkvæmdastjórn EOC. Þá mun Ísland eiga þrjá alþjóðlega dómara í París. Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir dæma í fimleikum og Erna Héðinsdóttir er lyftingadómari á leikunum. Íris Þórsdóttir, tannlæknir og fjölskyldukona, er síðan á leið á Ólympíuleikana í París sem sjálfboðaliði. Hér fyrir neðan má sjá listann yfir allan hópinn. Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Hópur Íslands á Ólympíuleikunum í París 2024: - Keppendurnir fimm, ásamt fygldarliði eru: Frjálsar íþróttir: Erna Sóley Gunnarsdóttir, keppandi í kúluvarpi Guðmundur Karlsson, flokksstjóri Pétur Guðmundsson, þjálfari Skotíþróttir: Hákon Þór Svavarsson, keppandi í haglabyssu (skeet) Halldór Axelsson, flokksstjóri Nicolaos Mavrommatis, þjálfari Sund: Anton Sveinn McKee, keppandi í 100 og 200 m bringusundi Snæfríður Sól Jórunnardóttir, keppandi í 100 og 200 m skriðsundi Eyleifur Jóhannesson, flokksstjóri Sergio Lopez Miro, þjálfari Þríþraut: Guðlaug Edda Hannesdóttir, keppandi í þríþraut Geir Ómarsson, flokksstjóri Sigurður Örn Ragnarsson, þjálfari - Frá ÍSÍ: Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri Vésteinn Hafsteinsson, aðalfararstjóri Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn, Ólympíuþorp o.fl. Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn, verndun og velferð (e. safeguarding) Halla Kjartansdóttir, fararstjórn, utan Ólympíuþorps Sigríður Unnur Jónsdóttir, kynningarmál Heilbrigðisteymi: Örnólfur Valdimarsson, læknir Nils Guðjón Guðjónsson, nuddari Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfari Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Frjálsar íþróttir Þríþraut Skotíþróttir Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Sjá meira