„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Ritstjórn skrifar 9. júlí 2024 12:02 Mohamad Kourani við aðalmeðferð málsins gegn honum í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar. Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Fram kom í frétt Nútímans í gær að viðbúnaður í fangelsinu á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, sem ákærður var fyrir hnífaárás í matvöruverslun í Valshverfinu í Reykjavík í mars, væri gríðarmikill - ætti sér vart hliðstæðu. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir vissulega mikinn viðbúnað vegna Kourani í fangelsinu í augnablikinu. „Það er alltaf af og til slíkur viðbúnaður, í gegnum tíðina hefur það alltaf verið af og til, en ég man ekki eftir að það hafi verið nákvæmlega svona. Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan, við erum að tala um einstakling sem er frekar veikur og fangelsi kannski ekki besti staðurinn fyrir hann. Þannig að það er aðallega verið að passa upp á að það bætist ekki á málafjöldann hjá honum,“ segir Guðmundur. „Erum að sjá þetta aftur og aftur“ Hann setur spurningamerki við þá ákvörðun að Kourani sé metinn sakhæfur. Málið sé dæmi um mann sem greinilega hafi ekki fengið viðeigandi þjónustu. „Og maður setur alltaf spurningamerki við geðheilsubatterí okkar Íslendinga, þegar kemur að mjög veikum og kannski erfiðum einstaklingum, þá virðist vera algjör skortur á úrræðum. Og jafnvel hræðslu geðbatterísins við að taka á móti slíkum mönnum. Ég held við séum ekki búin undir það og við erum að sjá þetta aftur og aftur,“ segir Guðmundur. Afstaða reyni eftir fremsta megni að aðstoða í málum sem þessum. „Við eigum ferð á Litla-Hraun í vikunni og ætlum að taka stöðuna á honum,“ segir Guðmundur. Talsverður viðbúnaður var einnig í Héraðsdómi Reykjaness vegna Kourani, sem á yfir höfði sér sex til átta ára fangelsi fyrir hnífstunguna. Hann var áður dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar.
Fangelsismál Dómsmál Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30 „Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22
„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. 3. júlí 2024 14:30
„Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál“ „Ég kann ekki að gera árás með hníf. Ég er ekki ógnandi maður. Ég er bara venjulegur maður. Ef þið haldið mér áfram í fangelsi þá verður vandamál,“ sagði Mohamad Kourani fyrir dómi í dag en hann er meðal annars grunaður um að stinga tvo menn í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 3. júlí 2024 10:43