„Núna er kjörið tækifæri fyrir framan okkar áhorfendur að taka sigurinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 20:15 Bryndís Arna Níelsdóttir hefur skorað eitt mark í sex A-landsleikjum. stöð 2 sport Eftir að hafa glímt við meiðsli Bryndís Arna Níelsdóttir komin aftur á völlinn og ætlar að hjálpa íslenska fótboltalandsliðinu að tryggja sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð. Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bryndís er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku en hún gekk í raðir Växjö frá Íslands- og bikarmeisturum Vals í vetur. „Þetta er mjög gaman. Þetta hafa verið svolítið erfiðir mánuðir fyrir mig í meiðslunum en það er mjög gott að vera komin aftur af stað og farin að spila reglulega. Ég er sátt,“ sagði Bryndís í samtali við Aron Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Växjö er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. „Þetta er öðruvísi. Við erum með fínt lið en þetta hefur verið svolítið upp og niður hjá okkur og erfitt að vera í stúkunni og horfa á leikina. Núna eftir frí er markmiðið að koma aftur inn í liðið og hjálpa því að klifra upp töfluna,“ sagði Bryndís sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Växjö í 2-1 sigri á Brommapojkarna á laugardaginn. Klippa: Viðtal við Bryndísi Framundan hjá íslenska landsliðinu eru síðustu tveir leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli á föstudaginn og Póllandi í Sosnowiec á þriðjudaginn. Með sigri í öðrum hvorum leiknum tryggir íslenska liðið sér sæti á EM í Sviss. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Þýskalandi ytra, 3-1, en stelpurnar ætla að stríða stórliðinu á föstudaginn kemur. „Við erum allar tilbúnar í þennan leik og erum staðráðnar í að vinna þennan leik því það tryggir okkur sæti á EM. Það er markmið sem við erum búnar að setja okkur alla þessa undankeppni. Allir eru tilbúnir og ég held við eigum góða möguleika á að stríða þeim,“ sagði Bryndís. „Mér finnst alveg vera stígandi í liðinu í öllum þessum leikjum á móti Þýskalandi. Núna er kjörið tækifæri á heimavelli, fyrir framan okkar áhorfendur, að taka sigurinn.“ Sjá má viðtalið við Bryndísi í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Sænski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira