Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 14:30 Vinícius Júnior var svekktur út í sjálfan sig eftir að óþarfa gul spjöld komu honum í leikbann í mikilvægum leik. Getty/Ezra Shaw Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Copa América Brasilía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira
Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Copa América Brasilía Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Sjá meira