Vinícius Júnior um Copa klúður Brassa: „Þetta var mér að kenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 14:30 Vinícius Júnior var svekktur út í sjálfan sig eftir að óþarfa gul spjöld komu honum í leikbann í mikilvægum leik. Getty/Ezra Shaw Brasilíumenn duttu út í átta liða úrslitum Suðurameríkukeppninnar í ár sem eru mikil vonbrigði fyrir þessa miklu knattspyrnuþjóð. Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr) Copa América Brasilía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Real Madrid leikmaðurinn Vinícius Júnior bað þjóð sína afsökunar á þessu og tók á sig sökina. Vinícius Júnior spilaði þó ekki leikinn við Úrúgvæ í átta liða úrslitunum, leik sem tapaðist í vítakeppni. Ástæða þess er einmitt ástæðan fyrir afsökunarbeiðni hans. Vinícius Júnior tók nefnilega út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið gul spjöld á móti Paragvæ og Kólumbíu í riðlakeppninni. „Copa América keppnin er búin hjá okkur en það er tími til að horfa til baka og takast á við tapið,“ skrifaði Vinícius á portúgölsku á samfélagsmiðla sína en ESPN segir frá. „Vonbrigðartilfinningin hellist aftur yfir mann. Tapa aftur í vítakeppni,“ skrifaði Vinícius en Brasilía tapaði í vítakeppni á móti Argentínu í síðustu Suðurameríkukeppni. „Ég klúðraði þessu með því að fá tvö gul spjöld sem ég gat komist hjá því að fá. Ég horfði því aftur á okkur detta úr keppni af hliðarlínunni. Núnar var þetta var mér að kenna. Ég bið alla afsökunar á því,“ skrifaði Vinícius. Á HM í Katar tapaði Brasilía á móti Króatíu í átta liða úrslitunum eftir vítakeppni en Vinícius hafi þá verið tekinn af velli. Vinícius átti frábært tímabil með Real Madrid og skoraði líka tvö mörk í fyrstu þremur leikjum Brasilíu í Copa América. Hann var samt gagnrýndur í heimalandinu fyrir það að sýna ekki sömu frammistöðu með brasilíska landsliðinu og hann býður upp á með Real Madrid. „Ég kann að hlusta á gagnrýni og trúið mér að sú harðasta kemur heiman frá. Sem betur fer er landsliðsferill minn rétt að byrja. Ég ásamt liðsfélögum mínum fáum tækifæri til að koma landsliðinu okkar þangað sem það á heima. Við komust aftur á toppinn,“ lofaði Vinícius. View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. ⚡️🇧🇷 (@vinijr)
Copa América Brasilía Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira