Óréttlæti sem verði að leiðrétta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. júlí 2024 09:03 Sigþór kallar eftir úbótum hjá Ríkisútvarpinu. vísir „Þetta er óréttlæti sem þarf að leiðrétta,“ segir formaður Blindrafélagsins um aðgengi blindra og sjónskertra að efni Ríkisútvarpsins. Hann segir lítið verða úr verki í Efstaleitinu þrátt fyrir fjölda fyrirspurna, bréfa og nýrra lausna. Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“ Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi fjallar Sigþór U. Hallfreðsson formaður félagsins um aðgengi að efni Ríkisútvarpsins. Kveikjan að skrifum hans er umræða um útsendingar RÚV um gervihnött, sem var hætt 1. júlí og kom flatt upp á sjómenn sem höfðu treyst á útsendinguna á sjó. Menningarmálaráðherra óskaði eftir því í kjölfarið við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta. „Við hjá Blindrafélaginu gleðjumst yfir því að tekið hafi verið tillit til stöðu sjómanna. Í þessu samhengi langar okkur þó að benda á að Blindrafélagið hefur sent fjölda fyrirspurna og bréfa til RÚV vegna síðunnar og appsins á þeirra vegum og lengi beðið eftir sjónlýsingum á innlendu efni, og hefur átt marga jákvæða fundi með útvarpsstjóra og öðrum stjórnendum RÚV en lítið verður þó úr verki þrátt fyrir að fjöldi nýrra lausna hafi orðið til á undanförnum árum,“ segir Sigþór. Bent hafi verið á að aðgangur að vefsíðu RÚV virki illa fyrir vefvart. Aðrar fréttaveitur séu með aðgengilegar fréttir fyrir vefvarp og því hægur leikur að bæta úr aðgenginu. „Á sama tíma hefur Blindrafélagið bent á að vefur RÚV og öpp þeirra séu ekki nægilega aðgengileg fyrir skjálesara, sem gerir það erfitt fyrir blinda og sjónskerta að nota þau.“ Sigþór segir frá sérstakri Sjónlýsingarviku sem haldin hafi verið í október, þar sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri, var knúinn til að svara um hvenær væri von á sjónlýsingum. „Okkur hafa enn ekki borist svör en viljum vera bjartsýn á að geta fengið að fylgjast með næstu þáttaröð Aftureldingar og annars íslensks gæðaefnis RÚV og fá að taka virkan þátt í samfélagslegri umræðu um menningar- og dægurmál. Brýnt sé að RÚV taki aðgengismál alvarlega og geri raunverulegar úrbætur. „Þetta er ekki aðeins lagaleg skylda, heldur einnig spurning um réttlæti og samfélagslega ábyrgð. Við vonumst til að sjá raunverulegar úrbætur á þessu sviði og hlökkum til þess dags þegar allir, óháð staðsetningu eða fötlun, geta notið þess sem RÚV hefur upp á að bjóða. Við hjá Blindrafélaginu erum tilbúin til samstarfs.“
Ríkisútvarpið Málefni fatlaðs fólks Fjölmiðlar Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira