Skærur við Skarfabakka: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 15:00 Drífa segir starfsmann hafa hótað sér líkamlegu ofbeldi við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipi á Skarfabakka. Vísir/Samsett Kona sem vinnur við að þjónusta ferðamenn sem koma til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum segir starfsmann á vegum Faxaflóahafna hafa hótað henni líkamlegu ofbeldi þegar fauk í hann vegna óreiðu við höfnina. Hafnarstjóri segir málið til skoðunar en vill lítið tjá sig að öðru leyti. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún. Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir lýsti því í samtali við fréttastofu að verktaki á vegum Faxaflóahafna hafi hótað henni líkamlegu ofbeldi á Skarfabakka í síðustu viku. Hún segir stríðsástand ríkja snemma morguns á Skarfabakka við móttöku ferðamanna af skemmtiferðaskipum og skiljanlegt að menn pirrist en að það sé aldrei í lagi að hóta fólki ofbeldi. Hún skilji það jafnframt ekki að umræddur maður haldi starfi sínu hjá Faxaflóahöfnum. Drífa segir talsverða óreiðu ríkja á Skarfabakka þegar ferðamenn streyma frá borði.Vísir/Vilhelm „Við stöndum þarna og það eru einhverjir starfsmenn frá rútufyrirtækjum að reka okkur í burtu og við færum okkur. Svo kemur starfsmaður og segir okkur að fara aftur til baka. Ég sagði við hann: „Heyrðu, nú er búið að senda okkur fram og aftur. Nú er ég búin að láta kúnnann vita hvar ég stend þannig ég þarf bara að bíða hér,““ segir Drífa. „Þá reif hann svona merkispjald af einhverjum sem var að bíða eftir rútu, sveiflar því í áttina að hausnum að mér og sagði: „Ef þú færir þig ekki þá ber ég þig.“ Og þessi maður heldur vinnunni, einhverra hluta vegna,“ segir hún svo. Segir málið í skoðun Gunnar Tryggvason hafnarstjóri áréttar í samtali við fréttastofu að maðurinn sem um ræðir sé verktaki á vegum Faxaflóahafna en ekki fastráðinn starfsmaður en að fyrirtækið beri samt sem áður ábyrgð á hegðun hans. Hann segist lítið vilja tjá sig um málið en staðfestir að orðaskipti hafi átt sér stað. Málið sé í skoðun. „Það urðu þarna orðaskipti sem þessum verktaka þykir miður og viðurkennir einhvern hlut sinn í því. Það er í skoðun hversu alvarlegt það er. Hann segir sjálfur að þetta hafi átt að vera grín en við erum ekki viss,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið bera skyldu gagnvart öllum aðilum að átta sig betur á málinu en að engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort félagið aðhafist eitthvað róttækara en að láta áminningu duga. Óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna Drífa segist skilja að menn geti orðið pirraðir á því sem hún lýsir sem stríðsástandi á morgnana en að maðurinn hafi hreinlega „snappað.“ „Það geta allir orðið pirraðir en þú hótar ekki að berja annað fólk. Mér skilst að hans frásögn sé að hann hefði verið að grínast en það voru það margir aðrir bílstjórar í kringum mig sem voru tilbúnir að fara á milli því þeir tóku þessu ekki sem gríni,“ segir hún. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hún segist þá einnig vera óánægð með viðbrögð Faxaflóahafna. Hún þurfi að vera á Skarfabakka vegna vinnu og mæta manninum sem hótaði henni þrátt fyrir að Faxaflóahafnir hafi lofað henni að til þess kæmi ekki aftur. „Ég skil ekki að þessi maður fái að vinna þarna. Ég sá alveg tíu mínutum seinna að hann sá eftir þessu en hann snappaði. Ég er rosalega ósátt við viðbrögð Faxaflóahafna,“ segir hún.
Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira