Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Ritstjórn skrifar 10. júlí 2024 15:35 Páll kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en segir skorta fleiri fangaverði. vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. „Fangaverðir eru mjög færir í að vinna við krefjandi verkefni eins og þeim sem er lýst. Slæm hegðun kemur reglulega upp en hefur aukist upp á síðkastið. Fangaverðir hafa leyst þessi verkefni vel en eðli máls samkvæmt þarf að fjölga þeim,” segir Páll í stuttu samtali við Vísi. Mál Mohamed Kourani hefur vakið mikla athygli en Vísir hefur greint frá því að hann hafi reynst fangavörðum á Litla-Hrauni afar erfiður eftir að hann var færður á Litla-Hraun frá fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Eins og áður sagði vill Páll ekki tjá sig um einstaka tilfelli. Hann segir rétt að undirstrika að öll mál er varða hótanir eða ofbeldi í garð starfsfólks sé tilkynnt sérstaklega til lögreglu. Spurður hvort slíkum tilkynningum hafi farið fjölgandi uppá síðkastið segir Páll: „Ég er ekki viss en þetta skiptir tugum á ári. Sumar alvarlegar og aðrar innihaldslitlar og allt þar á milli.” Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02 „Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
„Fangaverðir eru mjög færir í að vinna við krefjandi verkefni eins og þeim sem er lýst. Slæm hegðun kemur reglulega upp en hefur aukist upp á síðkastið. Fangaverðir hafa leyst þessi verkefni vel en eðli máls samkvæmt þarf að fjölga þeim,” segir Páll í stuttu samtali við Vísi. Mál Mohamed Kourani hefur vakið mikla athygli en Vísir hefur greint frá því að hann hafi reynst fangavörðum á Litla-Hrauni afar erfiður eftir að hann var færður á Litla-Hraun frá fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Eins og áður sagði vill Páll ekki tjá sig um einstaka tilfelli. Hann segir rétt að undirstrika að öll mál er varða hótanir eða ofbeldi í garð starfsfólks sé tilkynnt sérstaklega til lögreglu. Spurður hvort slíkum tilkynningum hafi farið fjölgandi uppá síðkastið segir Páll: „Ég er ekki viss en þetta skiptir tugum á ári. Sumar alvarlegar og aðrar innihaldslitlar og allt þar á milli.”
Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02 „Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02
„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22