Mbappé verður númer níu hjá Real Madrid Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2024 23:31 Evrópumótinu er lokið hjá Kylian Mbappé, hann tekur sér nú stutt sumarfrí áður en hann hefur störf hjá Real Madrid næsta þriðjudag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Kylian Mbappé mun klæðast treyju númer níu á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid. Nían hefur verið laus síðan Karim Benzema fór frá félaginu. Það var mikið spáð og spekúlerað hvaða númer Mbappé myndi fá hjá Real Madrid. Hann hefur leikið í treyju númer sjö hjá PSG síðustu ár og númer tíu hjá franska landsliðinu. Þau númer voru bæði upptekin hjá Real Madrid, Vinícius Jr. tók sjöuna eftir að Eden Hazard fór frá félaginu í fyrra, Luka Modric er númer tíu og skrifaði nýlega undir eins árs samningsframlengingu hjá félaginu. Mbappé fylgir á eftir goðsögnum sem hafa klæðst númerinu. Karim Benzema bar níuna í 13 ár og varð næst markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid á meðan. Þar á undan var Cristiano Ronaldo númer níu í eitt ár en skipti yfir í sjöuna eftir að Raul fór frá félaginu. Nafni hans frá Brasilíu var einnig númer níu, sem og Alfredo di Stefano. Mbappé mun klæðast níunni í fyrsta sinn á leikmannakynningu Real Madrid þann 16. júlí næstkomandi. 👕🔢 Changes with shirt numbers in the squad.#RealMadrid— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) July 10, 2024 Samhliða þessu tilkynnti Real Madrid fleiri númerabreytingar hjá leikmönnum. Eduardo Camavinga mun taka treyju númer sex eftir að Nacho Illaramendi fór frá félaginu og Federico Valverde tekur áttuna af Toni Kroos. Með þeim á miðjunni verða Aurelien Tchouameni í treyju númer fjórtán og Arda Guler í treyju númer 15. Spænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Það var mikið spáð og spekúlerað hvaða númer Mbappé myndi fá hjá Real Madrid. Hann hefur leikið í treyju númer sjö hjá PSG síðustu ár og númer tíu hjá franska landsliðinu. Þau númer voru bæði upptekin hjá Real Madrid, Vinícius Jr. tók sjöuna eftir að Eden Hazard fór frá félaginu í fyrra, Luka Modric er númer tíu og skrifaði nýlega undir eins árs samningsframlengingu hjá félaginu. Mbappé fylgir á eftir goðsögnum sem hafa klæðst númerinu. Karim Benzema bar níuna í 13 ár og varð næst markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid á meðan. Þar á undan var Cristiano Ronaldo númer níu í eitt ár en skipti yfir í sjöuna eftir að Raul fór frá félaginu. Nafni hans frá Brasilíu var einnig númer níu, sem og Alfredo di Stefano. Mbappé mun klæðast níunni í fyrsta sinn á leikmannakynningu Real Madrid þann 16. júlí næstkomandi. 👕🔢 Changes with shirt numbers in the squad.#RealMadrid— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) July 10, 2024 Samhliða þessu tilkynnti Real Madrid fleiri númerabreytingar hjá leikmönnum. Eduardo Camavinga mun taka treyju númer sex eftir að Nacho Illaramendi fór frá félaginu og Federico Valverde tekur áttuna af Toni Kroos. Með þeim á miðjunni verða Aurelien Tchouameni í treyju númer fjórtán og Arda Guler í treyju númer 15.
Spænski boltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira