Óttast vaxandi atvinnuleysi á næstu misserum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júlí 2024 14:48 Hagfræðingur hjá ASÍ óttast að atvinnuleysi muni fara vaxandi á næstu misserum. Vísir/Egill Atvinnuleysi í júní mælist ívið meira en í fyrra, en skráð atvinnuleysi var 3,1% á landsvísu. Hagfræðingur ASÍ óttast að atvinnuleysi fari vaxandi á næstunni í ljósi horfa í efnahagslífinu. Meðal annars sé hátt vaxtastig farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og því sé ekki ólíklegt að minni umsvif hafi áhrif á atvinnustigið. Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Líkt og áður segir var atvinnuleysi í júní 3,1% og lækkaði lítilega milli mánaða, en skráð atvinnuleysi í maí var 3,4%. Mest mælist atvinnuleysi á Suðurnesjum, eða 5,3% samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningarsviðs ASÍ, segir atvinnuleysistölurnar hafa verið nokkurn veginn í jafnvægi að undanförnu. „Í dag eru um 6700 skráðir atvinnulausir samkvæmt Vinnumálastofnun og í sjálfu sér ekkert óvenjulegt að atvinnuleysi lækki svona yfir sumarmánuðina. Og ef við horfum á stöðuna borið saman fyrir ári síðan þá hefur atvinnuleysi hækkað lítillega og í dag eru um 600 fleiri skráðir atvinnulausir en í júní 2023,“ segir Róbert. Blikur á lofti þrátt fyrir lágt atvinnuleysi Þótt atvinnuleysi hafi haldist nokkuð lágt, gætu verið blikur á lofti að sögn Róberts. „Atvinnuleysi hefur verið auðvitað nokkuð gott eftir að áhrif heimsfaraldursins hurfu úr hagkerfinu en það er alveg hægt að búast við því að það fari að stíga örlítið upp á við á næstu misserum.“ Ýmsir þættir kunni að skýra þessa þróun. „Við höfum ákveðnar áhyggjur af því að atvinnuleysi muni vaxa á næstu mánuðum, eða á næstu misserum. Við sjáum svo sem nýleg dæmi um hópuppsagnir á vinnumarkaði, en svo sjáum við auðvitað merki um það að hátt vaxtastig er farið að hægja á umsvifum í hagkerfinu og svo hefur verið ákveðin óvissa með þróunina í ferðaþjónustu og það er ekkert óeðlilegt að þetta hafi einhver áhrif inn á atvinnustigið,“ segir Róbert. Ekki sé ólíklegt að atvinnuleysistölur stígi upp á við strax í vetur. „Það er svo sem erfitt að segja til eins og með ferðaþjónustuna og slíkt en við sjáum það að það er að hægja á vexti neyslunnar, það er að hægja á vexti fjárfestinga, það er verið að hægja á nýbyggingum og það er ekkert ólíklegt að þetta leiti að einhverju leyti í atvinnustigið,“ segir Róbert. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá um 55% í lok júní. Af þeim eru flestir atvinnuleitendur pólskir ríkisborgarar og þá Litháar, Rúmenar og Lettar. „Það er auðvitað algengt að atvinnulausir finni störf í gegnum tengsl og að einhverju leyti þekkingu á vinnumarkaði, og þannig að það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að hlutur þeirra sé stærri heldur en umfang þeirra á vinnumarkaði. En þessar tölur hafa ekki hreyfst mikið undanfarin misseri,“ segir Róbert.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira