Innlent

Bíða eftir niður­stöðum blóðsýnatöku

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bíllinn keyrði beint yfir umferðareyjuna og er maðurinn grunaður um að hafa verið ölvaður.
Bíllinn keyrði beint yfir umferðareyjuna og er maðurinn grunaður um að hafa verið ölvaður. Facebook/Skjáskot

Lögregla bíður eftir niðurstöðum blóðsýnis sem tekið var úr manninum sem ók yfir umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku. Málið er fullrannsakað að öðru leyti og það skýrist um mánaðamótin hvort gefin verði út ákæra vegna málsins.

Unnar Már Ástþórsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að biðtíminn eftir slíkum niðurstöður gæti verið allt að þrjár vikur.

Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða á Ánanaust á Eiðisgranda. Myndband náðist af því þegar maðurinn, sem grunaður er um að hafa verið ölvaður, ók yfir eyjuna og olli töluverðu tjóni.

Unnar segir manninn hafa verið leystan úr haldi að yfirheyrslu lokinni. Um leið og niðurstöður blóðsýnatökunnar liggja fyrir verður málið sett á borð ákærusviðs og ákveðið hvort gefin verði út ákæra.


Tengdar fréttir

Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda

Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×