Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Boði Logason skrifar 12. júlí 2024 11:54 Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Mynd/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. „Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
„Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira