Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 13:50 Bragi Þór er rísandi stjarna í heimi tónlistarinnar. Hann komst með tónsmíð sína í ítalskri tónlistarkeppni og verða lögin sem þangað komust flutt í New York eftir viku. aðsend Bragi Þór Valsson er tónlistarmaður er kominn í úrslit í ítalskri tónsmíðakeppni en lögin verða flutt í New York City eftir tæpar vikur. Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki. Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira
Íslendingar eru að gera það gott um víðan völl og það að Bragi Þór er einn af þeim. „Christina konan mín, sem er sjálf rithöfundur og listamaður, er dugleg að fylgjast með allskyns alþjóðlegum listakeppnum. Hún sendi mér upplýsingar um þessa ítölsku tónsmíða- og útsetningakeppni í vor og ég ákvað að taka þátt. Keppnin er haldin af ítalskri menningarstofnun sem heitir Accademica Musica Arte Teatro en styrktaraðilinn er amerískur,“ segir Bragi Þór. Samdi heila messu Bragi Þór hefur útsett tónlist fyrir kóra í rúm 25 ár en hafði lítið frumsamið af svokallaðri alvarlegri tónlist fyrr en árið 2018. „Þá ég ákvað að semja heila messu, gagngert af því að messuformið er flókið og maður þarf að semja marga mismunandi og mislanga kafla og því var um að gera að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti samið stór tónverk með því að ráðast beint á þann háa garð.“ Bragi stjórnar drengjakórnum Drakensberg Boys’ Choir árið 2011. Þeir flytja útsetningu hans af lagi Emiliönu Torrini, Jungle. Nú stefnir sem sagt í það að tónverk eftir Braga Þór verði loksins frumflutt núna í ár en amerískur atvinnukór hefur lýst áhuga á að frumflytja það í haust. Bragi útskýrir að keppnin hafi boðið upp á tvo flokka, til að senda tónlist í: „Annarsvegar frumsamið tónverk og hinsvegar útsetningu af ítölsku eða amerísku dægurlagi og í boði voru nokkur lög að velja úr. Ég sendi inn eina tónsmíð sem ég kalla Dancing With Ghosts og eina útsetningu af laginu Can’t Help Falling in Love, báðar sérskrifaðar fyrir sönghópinn sem flytur lögin svo á úrslitatónleikunum, en þau syngja yfirleitt sexradda sem ég er ekki vanur að semja eða útsetja fyrir.“ Mun fylgjast spenntur með frá Höfðaborg Fyrir nokkrum dögum gaf keppnin svo út hvaða fjórar tónsmíðar og þrjár útsetningar komust í úrslit. Bragi Þór var þar á báðum listum sem er auðvitað mjög spennandi, ekki síst þar sem Bragi sér ekki betur en að öll önnur nöfn á listanum séu ítölsk. Sýnishorn af messunni Missa Cappella eftir Braga. Úrslitin verða kynnt í hinni víðfrægu Lincoln Center í NYC á tónleikum 25. júlí sem hefjast kl 18:30 að þeirra tíma og verða í beinni útsendingu á Facebook-síðu keppninnar: „Ég kemst því miður ekki til New York sjálfur því sama kvöld er ég að dæma í úrslitum stærstu kórakeppni sunnanverðrar Afríku sem fara fram í Höfðaborg en ég ætla auðvitað að reyna að sjá hvort afríska nettengingin ræður við að horfa á útsendinguna,“ segir Bragi Þór og ljóst að það er í ýmsu að snúast hjá íslensku listafólki.
Tónlist Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Sjá meira