Fóstruðu þrastarunga í 15 daga í Hafnarfirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Patrekur Emil Jónsson „ungapabbi” í Hafnarfirði og Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” með ungana tvo, sem þau fóðruðu og sáu um í 15 daga en vonandi ná þeir að bjarga sér út í náttúrunni eftir að þeim var sleppt í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir háma í sig tugi ánamaðka á dag þrastarungarnir, sem hafa verið í fóstri á heimili í Hafnarfirði síðustu daga eftir að mamma þeirra yfirgaf þá. Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Hér erum við að tala um tvo þrastarunga, sem hafa búið í blokk í Hafnarfirði síðustu fimmtán dag en var sleppt í gærkvöldi út í náttúruna í þeirri von að þeir nái að bjarga sér. Ungarnir voru í hreiðri upp í tré, sem starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns voru að fella en en mamman kom ekki aftur eftir fellinguna. „Svo var komin rigning og vont veður og ég vildi ekki að ungarnir yrðu úti svo ég setti þá í vinnuhúfuna mína og þeir voru með mér í vinnubílnum allan daginn og nú er ég orðinn „mamma” þeirra,” segir Patrekur Emil Jónsson, starfsmaður fyrirtækisins og bjargvættur unganna. „Það hefur tekið á að vera með ungana alla þessa dag, það er mikil vinna að fóðra þá, halda þeim uppi en þetta er búið að vera mjög gefandi,” bætir Patrekur við. Ungarnir eru mjög krúttlegir og fallegir eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Patrekur segir ótrúlegt hvað svona litlir ungar geta étið mikið af ánamöðkum, þeir sporðrenni þeim niður eins og ekkert sé. En voru mikil læti í þeim eða voru þeir alveg rólegir? „Það voru voða læti í þeim þegar þeir eru svangir en þegar þeir voru búnir að fá að borða voru þeir mjög þægilegir og stilltir og það fór voðalega lítið fyrir þeim,” bætir Patrekur við. Ungarnir voru ánægðir með ánamaðkana, sem þeir fengu að éta. Þeir fengu líka stundum bláber og jarðarber, sem þeir voru líka ánægðir með.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað var skemmtilegast við ungana? „Örugglega bara að fylgjast með þeim og að fá tækifæri til að skoða þá svona nálægt sér, þú kemst ekkert nálægt Skógarþresti svona út í náttúrunni, það var gaman að fá að fylgjast með þeim,” segir Þorbjörg Una Þorkelsdóttir „ungamamma” í Hafnarfirði. Starfsmenn Garðaþjónustu Sigurjóns björguðu ungunum eftir að mamma þeirra yfirgaf þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Garðaþjónustu Sigurjóns
Hafnarfjörður Fuglar Skordýr Dýr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira