„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:03 Alexandra Jóhannsdóttir byggir upp eina af sóknum íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. „Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira
„Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira