„Hefðum klárlega getað skorað fleiri mörk“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 20:03 Alexandra Jóhannsdóttir byggir upp eina af sóknum íslenska liðsins. Vísir/Anton Brink Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eitt marka íslenska sem vann frækinn sigur gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna í Laugardalnum í kvöld. Alexandra er á leið með Íslandi á Evrópumótið en liðið er að fara þangað í fimmta skiptið í röð. „Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira
„Þetta var nánast fullkomin frammistaða, allavega mjög góð. Það þurfti margt að ganga upp í þessum leik til þess að ná í sigur. Það gerði það svo sannarlega og við erum ofboðslega sáttar. Mér fannst við ná að setja þær undir pressu og spila svo þétta vörn þegar þess þurfti. Leikurinn spilaðist eiginlega bara alveg eins og Steini og þjálfarateymið. Uppleggið gekk eiginlega fullkomlega upp,“ sagði Alexandra um þróun leiksins. „Að mínu mati hefðum við getað skorað meira og þegar staðan var 2-0 gátum við gert út um leikinn fyrr en við gerðum. Glódís Perla vissulega bjargaði okkur einu sinni en fyrir utan það man ég ekki eftir mörgum opnum færum hjá þeim. Við byrjuðum leikinn ótrulega og mér fannst stemmingin og orkan í liðinu gríðarlega mikil í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik fannst mér við eiga leikinn og það gekk ekkert upp hjá þýska liðinu þökk sé varnarleik okkar. Við átum þær í öllum návígjum og vorum ofan á í öllum sviðum inni á vellinum,“ sagði hún enn fremur. Alexandra hrósaði markverði liðsins, Fanneyju Ingu Birkisdóttur, í hástert fyrir spilamennsku sína á stóra sviðinu: „Ég er ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því hvað Fanney er gömul. Hún spilar eins og leikmaður sem hefur leikið með landsliðinu í fjölda ára. Hún er ofboðslega róleg á boltann og finnur leikmenn á réttum stöðum á vellinum. Það kemur alveg fyrir að hún sé á tæpasta vaði en það er klárlega áhættunnar virði. Það er mjög gott að spila fyrir framan hana og hún er mikilvægur partur í uppspilinu okkar,“ sagði miðjumaðurinn um liðsfélaga sinn. „Það var stórkostlegt að spila fyrir framan stelpurnar af Símamótinu og allir sem mættu á völlinn gerðu þessa kvöldstund ógleymanlega,“ sagði hún hrærð.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Sjá meira