Segir fáránlegt að enginn axli ábyrgð á banaslysinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 16:48 Hópur mótorhjólamanna ætlar að aka frá Korputorgi að Kjalarnesi klukkan 19 á mánudaginn, og stöðva þar á báðum akreinum í stutta stund. Vísir/Vilhelm Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð. Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook. Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook.
Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35