Þetta er í annað sinn sem Addison sest undir stýri og kemur sér í klandur.
Hann var nýliði í deildinni í fyrra og var handtekinn í júlí 2023 fyrir glannalegan akstur þegar hann var á leið á æfingu. Addison keyrði þá á 225 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund.
Nú ári síðar, síðastliðinn föstudag, var Addison handtekinn þar sem hann lá sofandi undir stýri á hraðbraut í Los Angeles og stíflaði umferð. Hann var færður í fangaklefa en sleppt lausum gegn tryggingu.
Aðdáendur Minnesota Vikings hafa ekki tekið vel í þessar frétti. Sérstaklega í ljósi þess að leikmaður liðsins, Khyree Jackson, lést á dögunum þegar ölvaður ökumaður klessti á hann.