Tekjur mestar í Vestmannaeyjum og minnstar í Tjörneshreppi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. júlí 2024 10:19 Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Miðgildið var 7,6 milljónir króna á ári, sem þýðir að helmingur einstaklinga var með laun yfir 636 þúsundum króna á mánuði. Vísir/Vilhelm Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni. Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 7,6 milljónir króna á ári, sem samsvari því að helmingur einstaklinga hafi verið með heildartekjur yfir 636 þúsund krónum á mánuði. Hækkun miðgildis heildartekna hafi verið 11,3 prósent, en sé horft til verðlagsleiðréttingar hafi hækkunin verið 2,4 prósent. Meðaltal atvinnutekna var um 6,4 milljónir, meðaltal fjármagnstekna rétt tæpar 1,0 milljón króna og meðaltal annarra tekna um 1,9 milljónir. Heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna. Mestar tekjur í Eyjum og lægstar í Tjörneshreppi Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, þar sem þær voru 13,9 milljónir að meðaltali árið 2023. Næstmestar voru tekjurnar á Seltjarnarnesi, þar sem meðaltalið var 12,6 milljónir, og þar á eftir kom Garðabær, þar sem meðaltalið var 11,5 milljónir. Tekjurnar voru minnstar að meðaltali í Tjörneshreppi, þar sem þær voru 6,48 milljónir, en Skagabyggð fylgdi þar fast á eftir með 6,52 milljónir. Í Dalabyggð voru tekjur að meðaltali 6,9 milljónir árið 2023. Heildartekjur í Reykjavík voru að meðaltali 9,13 milljónir árið 2023, rétt undir meðaltalinu á landsvísu. Mestar tekjur hjá 50 til 54 ára Við samanburð á meðaltekjum eftir aldurshópum sést að heildartekjur ársins 2023 voru lægstar í aldurshópnum 16 til 19 ára eða um 180 þúsund krónur á mánuði. Rétt er að benda á að hér er um að ræða einstaklingstekjur og margir í þessum aldursflokki eru í námi. Heildartekjur voru hæstar fyrir aldurshópinn 50 til 54 ára eða að jafnaði 1.019 þúsund krónur á mánuði. Meðalheildartekjur 67 ára og eldri voru 715 þúsund krónur. Til atvinnutekna teljast allar launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur. Atvinnutekjur eru stærsti hluti heildartekna hjá flestum aldurshópum, en flokkurinn „aðrar tekjur“ vega mest hjá aldurshópnum 67 ára og eldri. Til annarra tekna teljast meðal annars atvinnuleysisbætur, félagsleg aðstoð og lífeyris- og bótagreiðslur. Sjá nánar hjá Hagstofunni.
Fjármál heimilisins Vestmannaeyjar Tekjur Tjörneshreppur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent