Howe, Gerrard og Lampard líklegir til að taka við enska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2024 11:01 Eddie Howe, Steven Gerrard og Frank Lampard eru allir á lista enska knattspyrnusambandsins yfir mögulega arftaka Gareth Southgate. Samsett/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, er sagður vera einn af líklegustu valkostunum til að taka við enska karlalandsliðinu. Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Sjá meira