Innlent

Flugi Play seinkað vegna ógnandi tilburða flugdólgs

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vélin tókst á loft eftir þrettán mínútna seinkun frá Danmerkur til Íslands.
Vélin tókst á loft eftir þrettán mínútna seinkun frá Danmerkur til Íslands. Vísir/Vilhelm

Töf varð á brottför farþegaflugvélar Play frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun vegna flugdólgs sem var með ógnandi tilburði í garð flugfreyja.

Farþegi um borð í vélinni sagði frá. Farþegi hafði eftir flugstjóra að það væri ekki hætt á að fara með slíka farþega í flug þar sem ekki væri hægt að vita upp á hverju þeir taka.

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur á samskiptasviði Play staðfestir að fluginu hafi seinkað um einhverjar þrettán mínútur vegna farþega sem var með óspektir.

Hann segir jafnframt að þrír farþegar hafi sjálfviljugir farið frá borði vegna málsins vegna þess að þau vildu ekki ferðast án mannsins. Ekki liggur fyrir hvernig fólkið tengist flugdólgnum. Þannig fóru fjórir farþegar frá borði vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×