Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Jakob Bjarnar skrifar 17. júlí 2024 10:47 Diljá Mist fylgist með í Eldhúsdagsumræðum. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. Diljá Mist hefur að ýmsu leyti skorið sig frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, hún er rödd sem talar hreinskilnislega út um ýmis mál og ætla má að njóti stuðnings innan flokksins, en þetta eru hins vegar sjónarmið sem forystan hefur ekki viljað gera að sínum. Ekki fyrir sitt litla líf. Og má til að mynda nefna jafnlaunavottunina sem dæmi um mál sem Diljá ein hefur tekið upp. Diljá telur til að mynda sláandi hvernig femínistar og baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi kjósa að horfa í gegnum fingur sér þegar um er að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún segir vera hræsni. Baráttukonur sem telja sig berjast gegn ofbeldi hafi skilað auðu í þessum efnum en „auðvitað barist fyrir upprætingu feðraveldsins hér á landi, en sýnt mikinn stuðning við feðraveldið í fjarlægum löndum,“ eins og hún orðar það. Femínistar telji útlendinga þurfi súkkulaðipassa „Ég ætla að kasta því fram að kjarni þessa vandamáls sé í raun, þegar betur er að gáð, ekkert annað en mannfyrirlitning. Þetta er fólk sem talar af einurð gegn ofbeldi gagnvart konum, og að mannréttindi séu algild og ófrávíkjanleg. Svo eru þau tilbúin að gefa afslátt af því þegar að það kemur að ákveðnum hópum og menningarheimum,“ segir Diljá Mist. Hún spyr áfram: „Er það ekki vegna þess að þegar á hólminn er komið þá eru ekki sömu kröfur gerðar til allra? Það er verið að gefa fólki afslátt eins og að þetta sé einhver önnur tegund af manneskjum. Eins og að þetta sé einhver lakari tegund. Ef að mannréttindi eru algild og sömu reglur eigi að gilda fyrir alla, þá gerum við engar undantekningar á því.“ Diljá segir ekki ganga ef flokka eigi fólk eftir því hvort það hafi getu til að getu til að aðlagast eða læra samfélagsreglur. „Það er mannfyrirlitningin sem að ég er að tala um. Þú ert einhvern veginn að flokka fólk sem annars flokks ef þú gefur þeim einhvern súkkulaðipassa þegar það kemur að mannréttindum. Af hverju gerir þú það ef að þú telur að mannréttindi séu algild og vilt ekki gefa neinn afslátt á því. Af hverju kýstu að handvelja fólk og gefa þeim frípassa. Þetta er einhvers konar aumingjagæska.“ RÚV reyni að þagga umræðu um heiðurstengda glæpi Diljá beinir sjónum sínum að heiðurstengdum glæpum sem fjallað hefur verið um að undanförnu og segir: „Það er svo sorglegt að fylgjast með því að við höfum hér á landi þurft að gera sérstakar breytingar á hegningarlögum okkar því þessi viðbjóðslega ómenning og ofbeldi hefur flust til Evrópu og Norðurlanda með innflytjendum frá ákveðnum heimshlutum.“ Hún nefnir að nýlega hafi komið upp slíkt ómenningarmál á Íslandi þegar við lásum um það í fjölmiðlum að palestínsk kona hefði orðið fyrir hræðilegu ofbeldi og ofsóknum af hálfu fjölskyldu sinnar. „Meðal annars hótun um heiðursmorð, sem er viðurstyggilegt ofbeldi sem þrífst í ákveðnum menningarheimum. Þá var RÚV ekki lengi að birta viðtal við konu sem að vildi segja að það mætti alls ekki tala um þetta mál sem eitthvað menningartengt. Við ættum bara alveg að þagga þessa umræðu niður og tala bara um kynbundið ofbeldi.“ Heiðurstengdir glæpir eiga hér ekkert erindi Diljá telur mikilvægt að eiga heiðarlegar og opinskáar samræður um heiðurstengda glæpi og að slíkt eigi ekkert skylt við rasisma. Engum sé greiði gerður með því að þagga niður umræðu um slík mál þó svo að sumir telji slíka þöggun vera umburðarlyndi. Diljá Mist hefur á yfirborðinu verið nokkuð einangruð í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún segir allt tal íslenskra fremínista þrungið hræsni.vísir/vilhelm „Ég hef rosalega miklar áhyggjur af þessu. Og ég vil taka upp hanskann fyrir konur sem að eru beittar heiðursofbeldi. Og ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það.“ Diljá segir ótrúlega athyglisvert að sjá þegar hún deilir þessari umfjöllun, sem að hún upp á þinginu um heiðurstengt ofbeldi og hvort að við þyrftum að taka betur utan um fórnarlömb þess. „Þá voru raunverulega íslenskar konur sem að gerðu athugasemd við það. Einmitt að þetta væri rasismi, að ég væri með þessu að gera lítið úr kynbundnu ofbeldi, hugsaðu þér. Ég var að taka upp hanskann fyrir konu þar sem átta fjölskyldumeðlimir höfðu ráðist á hana út af því að hún valdi sér rangan kærasta, á Íslandi, bara fyrir núna nokkrum mánuðum síðan. Og fólk er að saka mig um rasisma eða eitthvað óumburðarlyndi þegar ég tek upp málstað þessarar hröktu konu.“ Telur Höllu Gunnarsdóttur á villigötum Diljá segir að þær baráttukonur sem hafa haft sig mest frammi í umræðum um kynbundið ofbeldi hafi skilað auðu þegar kemur að ákveðnum hópum. Hún beinir sérstaklega spjótum sínum að Höllu Gunnarsdóttur sem Diljá segir að hafi komist að rangri niðurstöðu í skrifum sínum um Íranskar konur og kúgun. „Hún hefur auðvitað skrifað bækur þar sem að hún kemst nákvæmlega að þessari niðurstöðu. Að í rauninni höfum við það bara verr heldur en konur í þessum heimshlutum. Þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með. Að svokallaðar baráttukonur fyrir réttindum kvenna, geti ekki sýnt kvensystrum sínum samstöðu þegar kemur að svona hræðilegu ofbeldi.“ Þingfundur á Alþingi. Diljá Mist nýtir tímann og frískar uppá varalitinn.vísir/vilhelm Dilja Mist segir stöðu kvenna á Íslandi langt frá því sem gerist í Mið-Austurlöndum og að Íslendingar eigi ekki að skammast sín fyrir árangri í baráttunni fyrir frelsi kvenna. „Það sem að blossar upp í fólki er auðvitað eitthvað furðulegt sjálfshatur á vestrænum gildum og menningu. Og ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að þetta komi allt frá vinstrafólki.“ Dilja Mist segist hafa orðið þess vör, þegar hún var að tala um heiðurstengt ofbeldi sem sjá mátti í fjölmiðlum, að það hafi komið fólki mjög spánskt fyrir sjónir. „Við eigum bara ekki að venjast því að hér komi í íslenskum fjölmiðlum að fólk sem að er búsett á Íslandi þurfi að óttast það að vera myrt eða sé beitt ofbeldi út af skilnaði eða það er í tygjum við óþóknanlegan aðila. Við þekkjum þetta ekki og höfum ekki þekkt þetta öldum saman, og við viljum bara ekki sjá þetta.“ Diljá Mist telur mikla hættu búa í því ef Íslendingar vilji gerast óeðlilega umburðarlyndir gagnvart slíku óumburðarlyndi. Vinstrimenn umgangist innflytjendur eins og í tossabekk Diljá Mist heldur ódeig áfram og segir að fólk muni ekki láta kúga skoðanir undir þeim formmerkjum að andstæð sjónarmið teljist vera ómannúðleg. „Það er alltaf það sama, það er bara mannúðarstrengurinn: Þetta féll á mannúðarprófinu. Það er nákvæmlega þetta sem að fólk er að hafna. Það er þessi mannúarvinkill. Fólk er bara komið með nóg af þessu.“ Vísar hún þar í þróun erlendis í því hvernig breytingar hafa verið gerðar á útlendingalöggjöfum í Evrópu. Diljá segir að sömu reglur þurfi að gilda um alla ef fólk eigi að aðlagast íslensku samfélagi. Hugmyndir ofangreindra hópa um inngildingu sé einfaldlega gengin sér til húðar. „Við ætlum að taka á móti fólki og umvefja það, en við ætlum að hafa það á hægferð, eins og í gamla skólakerfinu, þá verður þetta okkar tossabekkur. Þeir fá bara að fara fyrr heim á daginn í skólanum og þar fram eftir götunum. Ég bara hafna þessu algjörlega, ég geri bara sömu kröfur til allra sem að eru hér á landi. Að þeir fari eftir okkar lögum okkar reglum, okkar menningu, við höfum haft alveg svakalega mikið fyrir því að komast á þann stað sem að við erum í dag, eins og að vera heimsmeistarar í jafnrétti.“ Mannréttindi Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Diljá Mist hefur að ýmsu leyti skorið sig frá félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum, hún er rödd sem talar hreinskilnislega út um ýmis mál og ætla má að njóti stuðnings innan flokksins, en þetta eru hins vegar sjónarmið sem forystan hefur ekki viljað gera að sínum. Ekki fyrir sitt litla líf. Og má til að mynda nefna jafnlaunavottunina sem dæmi um mál sem Diljá ein hefur tekið upp. Diljá telur til að mynda sláandi hvernig femínistar og baráttukonur gegn kynbundnu ofbeldi kjósa að horfa í gegnum fingur sér þegar um er að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún segir vera hræsni. Baráttukonur sem telja sig berjast gegn ofbeldi hafi skilað auðu í þessum efnum en „auðvitað barist fyrir upprætingu feðraveldsins hér á landi, en sýnt mikinn stuðning við feðraveldið í fjarlægum löndum,“ eins og hún orðar það. Femínistar telji útlendinga þurfi súkkulaðipassa „Ég ætla að kasta því fram að kjarni þessa vandamáls sé í raun, þegar betur er að gáð, ekkert annað en mannfyrirlitning. Þetta er fólk sem talar af einurð gegn ofbeldi gagnvart konum, og að mannréttindi séu algild og ófrávíkjanleg. Svo eru þau tilbúin að gefa afslátt af því þegar að það kemur að ákveðnum hópum og menningarheimum,“ segir Diljá Mist. Hún spyr áfram: „Er það ekki vegna þess að þegar á hólminn er komið þá eru ekki sömu kröfur gerðar til allra? Það er verið að gefa fólki afslátt eins og að þetta sé einhver önnur tegund af manneskjum. Eins og að þetta sé einhver lakari tegund. Ef að mannréttindi eru algild og sömu reglur eigi að gilda fyrir alla, þá gerum við engar undantekningar á því.“ Diljá segir ekki ganga ef flokka eigi fólk eftir því hvort það hafi getu til að getu til að aðlagast eða læra samfélagsreglur. „Það er mannfyrirlitningin sem að ég er að tala um. Þú ert einhvern veginn að flokka fólk sem annars flokks ef þú gefur þeim einhvern súkkulaðipassa þegar það kemur að mannréttindum. Af hverju gerir þú það ef að þú telur að mannréttindi séu algild og vilt ekki gefa neinn afslátt á því. Af hverju kýstu að handvelja fólk og gefa þeim frípassa. Þetta er einhvers konar aumingjagæska.“ RÚV reyni að þagga umræðu um heiðurstengda glæpi Diljá beinir sjónum sínum að heiðurstengdum glæpum sem fjallað hefur verið um að undanförnu og segir: „Það er svo sorglegt að fylgjast með því að við höfum hér á landi þurft að gera sérstakar breytingar á hegningarlögum okkar því þessi viðbjóðslega ómenning og ofbeldi hefur flust til Evrópu og Norðurlanda með innflytjendum frá ákveðnum heimshlutum.“ Hún nefnir að nýlega hafi komið upp slíkt ómenningarmál á Íslandi þegar við lásum um það í fjölmiðlum að palestínsk kona hefði orðið fyrir hræðilegu ofbeldi og ofsóknum af hálfu fjölskyldu sinnar. „Meðal annars hótun um heiðursmorð, sem er viðurstyggilegt ofbeldi sem þrífst í ákveðnum menningarheimum. Þá var RÚV ekki lengi að birta viðtal við konu sem að vildi segja að það mætti alls ekki tala um þetta mál sem eitthvað menningartengt. Við ættum bara alveg að þagga þessa umræðu niður og tala bara um kynbundið ofbeldi.“ Heiðurstengdir glæpir eiga hér ekkert erindi Diljá telur mikilvægt að eiga heiðarlegar og opinskáar samræður um heiðurstengda glæpi og að slíkt eigi ekkert skylt við rasisma. Engum sé greiði gerður með því að þagga niður umræðu um slík mál þó svo að sumir telji slíka þöggun vera umburðarlyndi. Diljá Mist hefur á yfirborðinu verið nokkuð einangruð í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Hún segir allt tal íslenskra fremínista þrungið hræsni.vísir/vilhelm „Ég hef rosalega miklar áhyggjur af þessu. Og ég vil taka upp hanskann fyrir konur sem að eru beittar heiðursofbeldi. Og ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það.“ Diljá segir ótrúlega athyglisvert að sjá þegar hún deilir þessari umfjöllun, sem að hún upp á þinginu um heiðurstengt ofbeldi og hvort að við þyrftum að taka betur utan um fórnarlömb þess. „Þá voru raunverulega íslenskar konur sem að gerðu athugasemd við það. Einmitt að þetta væri rasismi, að ég væri með þessu að gera lítið úr kynbundnu ofbeldi, hugsaðu þér. Ég var að taka upp hanskann fyrir konu þar sem átta fjölskyldumeðlimir höfðu ráðist á hana út af því að hún valdi sér rangan kærasta, á Íslandi, bara fyrir núna nokkrum mánuðum síðan. Og fólk er að saka mig um rasisma eða eitthvað óumburðarlyndi þegar ég tek upp málstað þessarar hröktu konu.“ Telur Höllu Gunnarsdóttur á villigötum Diljá segir að þær baráttukonur sem hafa haft sig mest frammi í umræðum um kynbundið ofbeldi hafi skilað auðu þegar kemur að ákveðnum hópum. Hún beinir sérstaklega spjótum sínum að Höllu Gunnarsdóttur sem Diljá segir að hafi komist að rangri niðurstöðu í skrifum sínum um Íranskar konur og kúgun. „Hún hefur auðvitað skrifað bækur þar sem að hún kemst nákvæmlega að þessari niðurstöðu. Að í rauninni höfum við það bara verr heldur en konur í þessum heimshlutum. Þetta er auðvitað ömurlegt að fylgjast með. Að svokallaðar baráttukonur fyrir réttindum kvenna, geti ekki sýnt kvensystrum sínum samstöðu þegar kemur að svona hræðilegu ofbeldi.“ Þingfundur á Alþingi. Diljá Mist nýtir tímann og frískar uppá varalitinn.vísir/vilhelm Dilja Mist segir stöðu kvenna á Íslandi langt frá því sem gerist í Mið-Austurlöndum og að Íslendingar eigi ekki að skammast sín fyrir árangri í baráttunni fyrir frelsi kvenna. „Það sem að blossar upp í fólki er auðvitað eitthvað furðulegt sjálfshatur á vestrænum gildum og menningu. Og ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að þetta komi allt frá vinstrafólki.“ Dilja Mist segist hafa orðið þess vör, þegar hún var að tala um heiðurstengt ofbeldi sem sjá mátti í fjölmiðlum, að það hafi komið fólki mjög spánskt fyrir sjónir. „Við eigum bara ekki að venjast því að hér komi í íslenskum fjölmiðlum að fólk sem að er búsett á Íslandi þurfi að óttast það að vera myrt eða sé beitt ofbeldi út af skilnaði eða það er í tygjum við óþóknanlegan aðila. Við þekkjum þetta ekki og höfum ekki þekkt þetta öldum saman, og við viljum bara ekki sjá þetta.“ Diljá Mist telur mikla hættu búa í því ef Íslendingar vilji gerast óeðlilega umburðarlyndir gagnvart slíku óumburðarlyndi. Vinstrimenn umgangist innflytjendur eins og í tossabekk Diljá Mist heldur ódeig áfram og segir að fólk muni ekki láta kúga skoðanir undir þeim formmerkjum að andstæð sjónarmið teljist vera ómannúðleg. „Það er alltaf það sama, það er bara mannúðarstrengurinn: Þetta féll á mannúðarprófinu. Það er nákvæmlega þetta sem að fólk er að hafna. Það er þessi mannúarvinkill. Fólk er bara komið með nóg af þessu.“ Vísar hún þar í þróun erlendis í því hvernig breytingar hafa verið gerðar á útlendingalöggjöfum í Evrópu. Diljá segir að sömu reglur þurfi að gilda um alla ef fólk eigi að aðlagast íslensku samfélagi. Hugmyndir ofangreindra hópa um inngildingu sé einfaldlega gengin sér til húðar. „Við ætlum að taka á móti fólki og umvefja það, en við ætlum að hafa það á hægferð, eins og í gamla skólakerfinu, þá verður þetta okkar tossabekkur. Þeir fá bara að fara fyrr heim á daginn í skólanum og þar fram eftir götunum. Ég bara hafna þessu algjörlega, ég geri bara sömu kröfur til allra sem að eru hér á landi. Að þeir fari eftir okkar lögum okkar reglum, okkar menningu, við höfum haft alveg svakalega mikið fyrir því að komast á þann stað sem að við erum í dag, eins og að vera heimsmeistarar í jafnrétti.“
Mannréttindi Innflytjendamál Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent