Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóðhátíð í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2024 12:16 Sérsveitin verður fjölmenn á Þjóðhátíð í sumar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri Vestmannaeyja, segist deila áhyggjum annarra lögregluumdæma þegar það kemur að ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði. Hann segir lögregluna í Vestmannaeyjum hafa brugðist við þróuninni í samstarfi við ríkislögreglustjóra með því að fjölga sérsveitarmönnum sem munu sinna gæslu á Þjóðhátíð seinna í sumar. Sérsveitarmenn fjölga til muna „Við gerum okkur grein fyrir því og áttum okkur á því að þetta er að aukast, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og þetta gæti borist hingað auðvitað í tengslum við hátíðarhöld sem hérna eru eins og til dæmis Þjóðhátíð og byrjuðum á síðasta ári að hafa aukin viðbúnað,“ sagði Karl. Sérsveitin muni auka sýnileika löggæslu á hátíðinni og aðstoða lögreglu við að gera vopn upptæk ef þau dúkka upp. Sérsveitarmenn hafa verið á Þjóðhátíð síðustu ár en þeim mun fjölga til muna á hátíðinni í sumar. „Þetta er mikil og góð sending sem við fáum frá ríkislögreglustjóra hvað þetta varðar enda deila þeir áhyggjum okkar varðandi þetta vandamál og ég held að samfélagið verði að snúast gegn þessu. Vegna þess að afleiðingarnar eru náttúrulega skelfilegar ef menn lenda í einhvers konar átökum og það er bara gripið til vopna um leið.“ Breytt áherslum til að mæta nýjum veruleika Að sögn Karls hefur ofbeldi og vopnaburður hjá ungmennum ekki aukist að sama leyti og í öðrum umdæmum og þakkar hann öflugu forvarnarstarfi fyrir það. Hann tekur þó fram að auðvitað geti sama þróun átt sér stað í Vestmannaeyjum og annars staðar. „Þá erum við með mjög öfluga samfélagslöggæslu og lögreglumenn heimsækja skóla og eru í tengslum við ungmenni hér í Vestmannaeyjum og við höfum lagt áherslu á það og breytt áherslum varðandi þennan nýja veruleika.“ Styðjast við fyrri reynslu Hann segir að fyrri reynsla lögreglunnar í Vestmannaeyjum við að sporna gegn auknum lagabrotum yfir þjóðhátíð muna koma að góðum notum. „Þegar svona mikill fjöldi fólks kemur saman eins og á Þjóðhátíð þá viljum við alls ekki að það verði uppi hér einhver slys af þess völdum og þess vegna erum við með aukin viðbúnað og viljum bara ekki sjá þetta hér. Við höfum reynslu af þessu þegar við tókum fíkniefnamálin föstum tökum fyrir einhverjum áratugum síðan hér á Þjóðhátíð að jafnvel þó að hér séu fíkniefni eins og annars staðar þá höfum við verið þekktir fyrir það að vera mjög öflugir að komast í veg fyrir það að þetta verði eitthvað stórkostlegt vandamál. Ég tel að það hafi tekist og við ætlum að gera það sama með vopnaburð. Þetta verður ekki liðið á þessari stóru hátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira