FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 16:31 Skjáskot af myndbandi Enzo þar sem þeir argentínsku sungu rasíska söngva um hörunddökka leikmenn Frakka. Samsett/Skjáskot/Getty Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“ FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“
FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira