Dósent við HÍ „óskaði þess að árásarmaðurinn hefði hitt“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 14:23 Viðbrögðin við ummælunum hafa verið misjöfn. Vísir/Samsett Erna Magnúsdóttir dósent í læknadeild Háskóla Íslands skrifaði athugasemd við færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa óskað þess að skotmaðurinn sem gerði banatilræði gegn Donaldi Trump forsetaframbjóðanda hefði hæft hann. Erna segist standa við orð sín en að auðvelt sé að taka þau úr samhengi. Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“ Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Erna skrifaði athugasemd við færslu Eiríks Arnar Norðdahl um tilræðinu sem beint var að Donaldi Trump forsetaframbjóðanda. Maður á þrítugsaldri hleypti fleiri skotum af úr riffli sem hæfðu Trump þó ekki. „Ég viðurkenni að ég óskaði í nokkrar sekúndur þess í gær að árásarmaðurinn hefði hitt. En er ansi hrædd um að gjáin hefði víkkað enn meira hefði það gerst,“ skrifar Erna. „Svona eins og þjóðsagan um að ef maður kremji kakkalakka sprautist eggin út um allt og gefi af sér hundrað afkvæmi í stað þessa eina kramda,“ bætir hún þá við. Vandamálið sé pólaríseringin Erna segist alveg hafa hugsað um það hvað það væri gott ef Trump hefði dáið en að hún átti sig á því að það leysi ekki nein vandamál. Trump standi fyrir svo mikið hatur. Hún áréttar þó að það væri talsvert stærri hætta fyrir bandarískt lýðræði að forsetaframbjóðendur séu ráðnir af dögunum en stafar af Trump sjálfum að hennar mati. „Það sem ég vildi segja með þessari athugasemd var aðallega að það er ekki Trump sjálfur sem er vandamálið heldur lýðræðisvitund fólks í bandaríkjunum og þessi pólarísering sem búið er verið að ala á. Það er það sem ég var að hugsa með þessari athugasemd,“ segir Erna. „Það er ekki mín hinsta ósk að Trump verði tekinn af lífi,“ bætir hún við. Segir Ernu svipta Trump mennskunni Hannes Hólmsteinn Gissurarsson prófessor emerítus segir ummælin vera „einhver viðbjóðslegustu hatursskrif“ sem hann hefur séð lengi og segir Ernu með færslunni svipta Trump mennsku sinni. „Ég læt öðrum eftir að rökræða um það, hvort hún hafi sem starfsmaður Háskólans farið út fyrir mörk hins leyfilega,“ skrifar hann þá í eigin færslu þar sem hann vekur athygli á ummælum Ernu. Viðbrögðin við ummælum hennar hafa mörg verið á þennan veg. Ofhvörf frekar en hatursorðræða Erna segir Hannes ekki vera að hugsa um samhengi ummælana og að það sé verið að fara í saumana á færslunni eins og bókstafstrúarmaður án þess að velta því fyrir sér hver meiningin var. „Það sem maður er á móti er hatrið sem hann ýtir undir,“ segir Erna. „Þetta var ekki hugsað svo djúpt að ég væri að líkja Trump við kakkalakka. Við gætum kannski haldið í tvö ár að ef við tökum Trump af lífi að allt lagist. En svo koma bara hundrað manns í staðinn,“ segir Erna þá en viðurkennir að að þetta sé auðvelt að misskilja. Erna fer ekki í felur með það að hún sé ekki stærsti aðdáandi umsvifa Donalds Trumps í bandarískum stjórnmálum en að ummælin feli í sér dæmigerð ofhvörf frekar en hatur. „Ég var í raun bara að segja að þó maður hafi hugsað í tíu sekúndur: „Vá þetta myndi leysa eitthvað í allri þessari hatursorðræðu sem er í gangi og þessari andlýðræðishreyfngu,“ en á móti kemur að við myndum bara fá stærri vandamál í kjölfarið.“
Háskólar Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum