„Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Breyta á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“ Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands lýsir því að atvik við úthlutun matargjafa Fjölskylduhjálpar í Iðufelli í Breiðholti á þriðjudag hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Þar hafi gríðarlegur fjöldi fólks verið samankominn til að sækja mat. Tveir erlendir menn hafi þá krafist þess að fara fram fyrir röðina. „Þá byrjuðu þeir bara að hóta sjálfboðaliðunum og hóta að fara heim til þeirra og slíkt, þannig að það var hringt á lögregluna,“ segir Ásgerður í samtali við fréttastofu. Hún fór einnig ítarlega yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrjú útköll í Iðufellið á árinu Mennirnir hafi verið á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa lögreglumenn þrisvar verið kallaðir að húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðufelli það sem af er ári. „Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en eins og andinn er í þjóðfélaginu þá hefur maður ekki viljað segja frá því, því að þegar eitthvað er sagt í sambandi við útlendinga er maður bara stimplaður sem rasisti og er algjörlega hogginn í spað á netinu.“ Er ekki svolítið ósanngjarnt að láta hegðun kannski frekar fárra bitna á stærri hópi? „Ég get svarað því þannig að þetta eru ekkert fáir einstaklingar og við getum ekki látið þetta ganga yfir fólk sem eru Íslendingar, prúðir og koma vel fram. Og meirihlutinn af innflytjendum, þeir eru prúðir og huggulegt fólk, en svona verðum við einhvern veginn að bregðast við.“ Ekkert annað í stöðunni Ásgerður segir að enn eigi eftir að útfæra breytt fyrirkomulag nákvæmlega. Fjölskylduhjálp hafi einu sinni áður gripið til þess að hafa sérdaga fyrir Íslendinga og sérdaga fyrir útlendinga. Ásgerður segir að með þessu muni þjónustan við útlendingana þó ekki bíða hnekki. En þetta hljómar nú svolítið eins og mismunun, að hólfa þetta svona niður? „Já, þú getur túlkað það eins og þú vilt. Og þetta er týpískt fyrir það hvernig ákveðnir hópar í þjóðfélaginu vilja túlka þetta en einhvern veginn verðum við að bregðast við,“ segir Ásgerður. „Það er svo alrangt að ég sé einhver rasisti. Það hefur sjálfsagt enginn hjálpað jafnmörgum útlendingum og við höfum gert í Fjölskylduhjálpinni.“
Félagsmál Innflytjendamál Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. 18. júlí 2024 08:39
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent