Breiðablik tapaði fyrri leiknum 3-2 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir. Liðið lenti undir í kvöld og útlitið var svart en það tókst að snúa taflinu og 3-1 varð niðurstaða leiks, 5-4 samanlagður sigur Breiðabliks í einvíginu.
Kristófer byrjaði fyrri leikinn og skoraði en var látinn bíða lengi á bekknum í kvöld.
„Það er auðvitað smá súrt en maður verður bara að sýna karakter og gera sitt besta þegar maður spilar, það er númer eitt, tvö og þrjú.“
Það var tvísýnt hvort Kristófer hefði skorað markið eða hvort varnarmaður hafi sett hann í eigið net. Sjálfur var Kristófer óviss.
„Ég bara er ekki viss, veit ekki hvort boltinn fór af mér eða honum, þarf að sjá þetta aftur og það kemur bara í ljós.“
Markið var í það minnsta skráð á Kristófer af formlegum tölfræðisafnara leiksins, þannig að það hlýtur að vera rétt.
„Já er það ekki bara? Ég tók allavega hlaupið og boltinn hlýtur að hafa farið af mér.“