Leggur til atkvæðagreiðslu um Evrópusambandið fyrir kosningar Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 11:10 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, leggur til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Vilji þjóðin sækja um myndi hún svo fá að greiða atkvæði um endanlega niðurstöðu samningaviðræðna. Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“ Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Þorgerður Katrín gerir aðild að Evrópusambandinu að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Þar rekur hún söguna af því þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra lagði formlega fram umsókn Íslands að Evrópusambandinu fyrir fimmtán árum. Hún segir að samstarfsmenn hans í ríkisstjórn hafi komið í veg fyrir að honum tækist að ljúka viðræðunum. „Ég rifja þetta upp nú því það blasir við flestum að við höfum ekki nýtt tímann vel.“ Hún segir aðild að Evrópusambandinu ekki sjálfstætt afmarkað markmið. Hún sé á hinn bóginn verkfæri, sem auðveldi þjóðinni að ná markmiðum á fjölmörgum sviðum og hjálpi til við að leysa vanda heimila og fyrirtækja. „Svo ekki sé minnst á mikilvægi sterkrar og samhentrar Evrópu þegar frelsi, lýðræði og mannréttindi eiga undir högg að sækja í harðnandi heimi. En líka þegar kemur að hinu stóra samhengi að styrkja þjóðaröryggi landsins.“ Heimilin væru ekki í klóm ofuvaxta Þorgerður Katrín segir að hefði viðræðum um inngöngu í ESB verið lokið á sínum tíma væru skuldug heimili ekki í þeirri kreppu ofurvaxta, sem heyrist daglega af. Kreppu sem sé að keyra venjuleg heimili fjölskyldufólks í kaf en sé reglubundin birtingarmynd pólitískra ákvarðana. „Stjórnarflokkarnir hefðu heldur ekki þurft að kasta ryki í augu bænda með því að banna samkeppni, svo nýleg og sjúskuð dæmi frá ríkisstjórnarheimilinu séu nefnd. Allt vegna þess að stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að taka á raunverulegum vanda bænda og leysa þá úr spennitreyju vaxtaokurs og yfirgengilegs fjármagnskostnaðar. Og þannig mætti lengi telja.“ Enginn þurfi að óttast tvöfalda atkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín segir flesta þeirra skoðunar að ekki væri ráðlegt að beita verkfærinu sem hún nefnir í almannaþágu, sem felist í fullri aðild að Evrópusambandinu, nema kjósendur ákveði það sjálfir í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. „Því er Viðreisn sammála og vill að þjóðin fái tækifæri til að ákveða næsta skref í þessu mikilvæga máli. Ef þjóðin segir já verði endanlega niðurstaða samningaviðræðna síðan borin undir þjóðina. Við slíka tvöfalda atkvæðagreiðslu á enginn að vera hræddur.“ Þorgerður Katrín segir að nýleg skoðanakönnun sýni að það sé vilji tveggja þriðju hluta þjóðarinnar að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Hlutfall þeirra sem vilja þjóðaratkvæðagreiðsluna er nær helmingi, þegar þeir sem taka ekki afstöðu eru teknir með í reikninginn. Tíminn nýtist betur liggi vilji þjóðarinnar fyrir Þorgerður Katrín segir að nú reyni á að pólitíkin nýti tíma sinn vel. Næstu ríkisstjórnar bíði mikið starf við viðreisn ríkisfjármála og velferðarmála. Til þess að tími nýrrar ríkisstjórnar nýtist sem best væri afar æskilegt að hún vissi frá fyrsta degi hvort þjóðin vilji að hún beiti þessu verkfæri. Verkfæri sem geti auðveldað okkur að ná svo mörgum markmiðum sem verða á dagskrá kosninganna. Þar nefnir hún markmið um að ná niður tugi milljarða vaxtakostnaði ríkisins sem betur færu í velferð, menntun, inniviði eða niðurgreiðslu skulda. „Með þetta í huga er það mín skoðun að þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna eigi að fara fram fyrir næstu kosningar. Alla vega ekki síðar en samhliða þeim.“
Evrópusambandið Viðreisn Utanríkismál Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira