Uppgjörið: KA - Víkingur 1-0 | Óvæntur sigur heimamanna Einar Kristinn Kárason skrifar 20. júlí 2024 18:15 Sveinn Margeir skoraði sigurmarkið. Vísir/Diego KA vann óvæntan 1-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mætast í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Gestirnir úr höfuðborginni voru töluvert meira með boltann og sköpuðu aragrúa færa í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson léku á alls oddi og hefðu báðir getað skorað í fyrri hálfleik en Steinþór Már Auðunsson í marki KA stóð vaktina af prýði. Það gerði sömuleiðis Hans Viktor Guðmundsson sem átti mjög góðan leik í vörn heimamanna. Markalaust í hálfleik og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn mikið fyrir augað og sá fyrri en hart var tekist á og fengu bæði lið sín færi til að brjóta ísinn. Víkingur virtist ekki finna sama taktinn og úr fyrri hálfleik í þeim síðari og var sóknarleikurinn stirður og þreytulegur. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Valdimar Þór gott færi í teig KA-manna en skot hans beint á Steinþór. Markvörður heimamanna var fljótur að koma boltanum í leik og upp hófst skyndisókn. Harley Willard, sem skömmu áður hafði fengið dauðafæri við mark Víkings, fann Svein Margeir Hauksson á ferðinni. Sveinn dansaði framhjá Jóni Guðna Fjólusyni og lagði boltann framhjá Pálma Rafn Arnbjarnarsyni í marki gestanna. KA yfir og örskammt eftir af leiknum. Sveinn Margeir fagnar.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn vörðust vel það sem eftir lifði leiks og fögnuðu stigunum þremur vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Atvik leiksins Hér kemur bara eitt til greina og er það mark Sveins Margeirs undir lok leiksins. Markið sem skildi liðin að er það síðasta sem hann mun skora í sumar því hann hefur lokið leik í Bestu deild karla 2024 þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna í nám. Ekki amaleg kveðjugjöf fyrir framan eldhressa Akureyringa í stúkunni. Stjörnur og skúrkar Hans Viktor, Steinþór Már og Sveinn Margeir stóðu upp úr í leik KA. Allir skiluðu þeir góðu dagsverki en hægt væri að nefna fleiri úr liði heimamanna. Stubbur stóð vaktina vel í marki KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Víkingur fer hinsvegar heim með sárt ennið og núll stig. Allir þessir yfirburðir í fyrri hálfleik þar sem heimamenn voru í eltingaleik skiluðu ekki marki í dag. Stórir karakterar sátu á bekknum lengi vel en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeir voru kallaðir inn. Dómarinn Erlendur Eiríksson sá um flautustörf í dag og stóð sig vel. Hélt fínni línu og hans teymi gengur sátt frá borði eftir góð störf.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Sæmilegasta stemning var í stúkunni. Vel heyrðist í stuðningsmönnum Víkings sem sungu söngva um sína menn. Heimamenn svöruðu ,,KA ... KA ..." inná milli sem er vel. Hljóðmúrinn var hinsvegar rifinn þegar boltinn lá í netinu undir lok leiks og brostu gulklæddir sínu breiðasta. Besta deild karla KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. 20. júlí 2024 20:06 „Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 20. júlí 2024 20:30
KA vann óvæntan 1-0 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deild karla í knattspyrnu í dag. Liðin mætast í bikarúrslitum á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Gestirnir úr höfuðborginni voru töluvert meira með boltann og sköpuðu aragrúa færa í fyrri hálfleiknum en inn vildi boltinn ekki. Danijel Dejan Djuric og Valdimar Þór Ingimundarson léku á alls oddi og hefðu báðir getað skorað í fyrri hálfleik en Steinþór Már Auðunsson í marki KA stóð vaktina af prýði. Það gerði sömuleiðis Hans Viktor Guðmundsson sem átti mjög góðan leik í vörn heimamanna. Markalaust í hálfleik og spennandi fjörtíu og fimm mínútur framundan. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn mikið fyrir augað og sá fyrri en hart var tekist á og fengu bæði lið sín færi til að brjóta ísinn. Víkingur virtist ekki finna sama taktinn og úr fyrri hálfleik í þeim síðari og var sóknarleikurinn stirður og þreytulegur. Þegar um þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk Valdimar Þór gott færi í teig KA-manna en skot hans beint á Steinþór. Markvörður heimamanna var fljótur að koma boltanum í leik og upp hófst skyndisókn. Harley Willard, sem skömmu áður hafði fengið dauðafæri við mark Víkings, fann Svein Margeir Hauksson á ferðinni. Sveinn dansaði framhjá Jóni Guðna Fjólusyni og lagði boltann framhjá Pálma Rafn Arnbjarnarsyni í marki gestanna. KA yfir og örskammt eftir af leiknum. Sveinn Margeir fagnar.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn vörðust vel það sem eftir lifði leiks og fögnuðu stigunum þremur vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Atvik leiksins Hér kemur bara eitt til greina og er það mark Sveins Margeirs undir lok leiksins. Markið sem skildi liðin að er það síðasta sem hann mun skora í sumar því hann hefur lokið leik í Bestu deild karla 2024 þar sem hann er á leið til Bandaríkjanna í nám. Ekki amaleg kveðjugjöf fyrir framan eldhressa Akureyringa í stúkunni. Stjörnur og skúrkar Hans Viktor, Steinþór Már og Sveinn Margeir stóðu upp úr í leik KA. Allir skiluðu þeir góðu dagsverki en hægt væri að nefna fleiri úr liði heimamanna. Stubbur stóð vaktina vel í marki KA í dag.Vísir/Hulda Margrét Víkingur fer hinsvegar heim með sárt ennið og núll stig. Allir þessir yfirburðir í fyrri hálfleik þar sem heimamenn voru í eltingaleik skiluðu ekki marki í dag. Stórir karakterar sátu á bekknum lengi vel en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn þegar þeir voru kallaðir inn. Dómarinn Erlendur Eiríksson sá um flautustörf í dag og stóð sig vel. Hélt fínni línu og hans teymi gengur sátt frá borði eftir góð störf.Vísir/Diego Stemning og umgjörð Sæmilegasta stemning var í stúkunni. Vel heyrðist í stuðningsmönnum Víkings sem sungu söngva um sína menn. Heimamenn svöruðu ,,KA ... KA ..." inná milli sem er vel. Hljóðmúrinn var hinsvegar rifinn þegar boltinn lá í netinu undir lok leiks og brostu gulklæddir sínu breiðasta.
Besta deild karla KA Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. 20. júlí 2024 20:06 „Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 20. júlí 2024 20:30
Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. 20. júlí 2024 20:06
„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“ „Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. 20. júlí 2024 20:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti