Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 15:29 Baldur Þórhallsson gerði forsetakosningarnar vestanhafs að umtalsefni sínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10