Íslendingar aftur til Englands: Hver er næstur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2024 08:01 Willum Þór er dýrasti leikmaður sem nokkurt lið í ensku C-deildinni hefur keypt. Birmingham City Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur? Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur Ísland haldið ágætis tengingu við enska knattspyrnu og margir af okkar bestu leikmönnum spilað þar. Nægir að nefna Eið Smára Guðjohnsen, Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Sá síðastnefndi verður einn af þremur Íslendingum í ensku B-deildinni á komandi leiktíð. Sem stendur er Hákon Rafn Valdimarsson eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeild karla en það verður að koma í ljós hversu mikið markvörðurinn spilar hjá Brentford. Mögulega verður hann lánaður frá félaginu. Kvennamegin má reikna með að Dagný Brynjarsdóttir verði í stóru hlutverki í liði West Ham United en hún er að snúa til baka eftir að hafa átt sinn annað barn. Í B-deild karla verða þrír leikmenn en ásamt Jóhanni Berg verða Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Stefán Teitur Þórðarson í deildinni. Arnór er að fara inn í sitt annað tímabil með Blacburn Rovers á meðan Stefán Teitur gekk í raðir Preston North End á dögunum. Í C-deildinni er svo Willum Þór Willumsson en Birmingham City sótti hann á metfé en liðið ætlar sér beint aftur upp eftir fall úr B-deildinni síðasta vor. Mosfellingurinn Jason Daði Svanþórsson er svo fulltrúi Íslands í D-deildinni en hann gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki á dögunum. Vísir veltir því fyrir sér hvaða Íslendingur verður næstur að færa sig um set og semja við lið á Englandi? Fer sá leikmaður í ensku úrvalsdeildina eða harkið í neðri deildum. Tekið skal fram listinn er eingöngu til gamans gerður og ekki byggður á neinu öðru en almennu skemmtanagildi. Ingibjörg Sigurðardóttir Er samningslaus og ætti að henta enska boltanum gríðarlega vel. Harðjaxl af gamla skólanum sem kallar ekki allt ömmu sína.Vísir/Anton Brink Jón Dagur Þorsteinsson Var í akademíu Fulham á sínum tíma og skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley. Er eflaust á blaði hjá nokkum liðum sem vantar duglegan vængmann sem getur tekið menn á.Richard Pelham/Getty Images Hildur Antonsdóttir Er einnig samningslaus. Spilaði eins og engill á miðju Íslands í sigrunum á Þýskalandi og Póllandi. Gríðarlega sterkur miðjumaður sem getur hlaupið teig í teig allan liðlangan daginn.Christof Koepsel/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson Ótrúlegur fótboltamaður sem náði þó ekki að sýna sínar bestu hliðar á sínu fyrsta tímabili hjá Lille í Frakklandi. Takist honum það á komandi leiktíð gætu lið eins og Brighton & Hove Albion eða Crystal Palace komið með stóru seðlana.Mateusz Porzucek/Getty Images Sævar Atli Magnússon Ef flett er upp orðinn duglegur í orðabók þá kemur upp mynd af Sævari Atla Magnússyni. Hann er líka mjög tryggur og það þarf mikið til að losa hann frá Lyngby í Danmörku. Hann gæti þó verið til í ævintýri og ef rétt lið í B- eða jafnvel C-deildinni (Wrexham eða Peterborough United) myndi banka upp á væri erfitt að segja nei.@LyngbyBoldklub Elísabet Gunnarsdóttir (Þjálfari) Gerði frábæra hluti í Svíþjóð og var orðuð við kvennalið Aston Villa nýverið. Umboðsstofa hennar virðist hafa góð tengsl á Englandi og hver veit nema hún endi þar fyrr en seinna.@elisabetgunnarz
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira