Land rís enn með aukinni skjálftavirkni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 09:17 Búist er við gosi á næstu vikum. vísir/vilhelm Land rís enn á Reykjanesskaga og aukin skjálftavirkni hefur mælst undanfarna viku. Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Þetta staðfestir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Greint var frá kenningu Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings, um möguleg goslok í Sundhnúksgígaröðinni, í gær. Þá kenningu byggði Haraldur á línuriti sem byggir á GPS hnitum, þar sem það virðist hægja á landrisi þann 12. júlí. Þessa skýringarmynd birti Haraldur með pistli sínum og vakti sérstaka athygli á því hvernig línan hægri megin virðist hafa hætt að stefna upp á við þann 12. júlí.vulkan.blog.is Meiri virkni Jóhanna Malen hafnar hins vegar þessari kenningu. „Hann byggði þetta á GPS punktum þar sem nokkrir punktar virðast línulegri en verið hefur. Staðan er samt sem áður sú að það er enn landris, þó að það gæti verið að hægja á því. Sem þýðir að það er enn kvika að safnast fyrir,“ segi Jóhanna Malen Þá sé einnig örlítil aukning í skjálftavirkni. Síðustu 24 klukkustundir hafa um fjórtán skjálftar riðið yfir á Reykjanesskaganum. Vikuna undan voru þeir um það bil fimm á dag. „Það er svipað og verið hefur í undanförnum atburðum. Eldgos hættir smám saman og síðan byggist upp aukið landris og skjálftavirkni, viku frá viku, þangað til við fáum næsta atburð.“ Það sé því að byggjast upp spenna á svæðinu. „Með meiri spennu verður erfiðara fyrir kvikuna að lyfta landinu, þannig að það getur hægst á landrisi. Eftir því sem kvikuhólfið verður stærra, því dreifðara verður landrisið. Þar af leiðandi er breytingin minni á hverri GPS stöð fyrir sig. Það getur litið út eins og landris sé að minnka en í raun og veru er það jafnt,“ segir Jóhanna Malen ennfremur. Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætluðu í síðustu viku að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá bendi greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Eldgos líklegt á allra næstu vikum og jafnvel innan bæjarins Jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að annað kvikuhlaup og/eða eldgos hefjist við Grindavík á næstu þremur til fjórum vikum. Þá benda greiningar til þess að meiri líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur í næsta eldgosi. 16. júlí 2024 15:38