Innlent

Víg­reifur Trump, um­deild gosloka­spá og vopn­firskt at­vinnu­líf

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Donald Trump virðist hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum í hendi sér, og þyrfti að klúðra málunum sjálfur til þess að verða ekki næsti forseti Bandaríkjanna, að mati stjórnmálafræðings. Trump þakkar guðlegri forsjá að hann var ekki ráðinn af dögum í síðustu viku.

Við fjöllum um stöðuna í forsetakapphlaupinu vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 21. júlí 2024

Veðurstofan gefur lítið fyrir spár eldfjallafræðings um goslok, en landris heldur áfram undir Svartsengi, auk þess sem stærðarinnar sprunga í Hagafelli hefur vakið athygli fólks. 

Hútar í Jemen heita því að svara af mikilli hörku árásum Ísraelsmanna, en eldsneytabirgðastöð var sprengd og þrír létust. 

Við tökum líka stöðuna á atvinnulífinu á Vopnafirði, sem er í miklum blóma og nóg af vinnu að fá. Meðal aðsópsmikilla starfsgreina er vinna í kringum laxveiðiár.

Þetta og fleira til í hádegisfréttum Bylgjunnar, í beinni útsendingu á slaginu 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×