„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2024 20:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Bifröst. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“ Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Mótframbjóðandinn Donald Trump hefur sótt í sig veðrið að undanförnu og gáfu kannanir og margar kosningaspár til kynna að hann myndi hafa betur gegn Biden eins og sakir standa. Halla fór undan fæti hjá Biden eftir kappræður hans við Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í lok júní þar sem forsetinn var talinn gefa áhyggjum af aldri hans og hreysti byr undir báða vængi. Þá er banatilræði gegn Trump talið hafa styrkt kjörgengi hans. Biden vill nú að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu þegar um þrír og hálfur mánuður eru til kosninga. „Hann hefur bara séð sína sæng uppreidda. Hann var kominn alveg út í horn. Þetta var orðið vonlaust en maður var ekki viss hvernig hann myndi snúa sér í málinu,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst um stöðu Biden. Líkur séu á því að þessi yfirlýsing hafi verið í undirbúningi í einhvern tíma og nú reynt að draga úr hættunni á óvæntum uppákomum. „En hvort þetta dugi til að snúa stöðunni við er allt annað mál, maður veit það bara ekki enn þá.“ Óljóst með stuðning Dæmi er um að Kamala Harris hafi mælst sterkari en Biden í könnunum en Eiríkur segir lítið að marka slíkar mælingar áður en flokkurinn hefur stillt henni upp sem frambjóðanda og valið sér varaforsetaefni. „Nú er komin upp ný staða og við eigum eftir að sjá mælingar eftir að demókratarnir stilla þessu fram. Að mörgu leyti var þetta eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi. Það var einhvern veginn ekkert annað sem maður gat séð.“ Donald Trump hafi undanfarið haft feikilegan vind í seglin og siglt hraðbyri í stól forseta. Þetta hafi í raun verið eini leikurinn í stöðunni fyrir demókrata og spurningin helst verið hvort Biden yrði samvinnuþýður. „Eins og ég les þetta þá náði Donald Trump algjöru frumkvæði, fyrst eftir þessar kappræðum og svo við þetta tilræði og sú ævintýralegu atburðarás sem var í kringum það og skildi demókrata eftir í reyk. Þetta er tilraun til að ná einhvers konar frumkvæði aftur.“ Leysir kjörmenn sína á flokksþinginu Til stóð að kjörmenn myndu kjósa Biden sem formlegt forsetaefni demókrata á flokksþingi sem hefst þann 19. ágúst næstkomandi. Eiríkur segir nú viðbúið að Biden muni nýta heimild til losa þá kjörmenn sem hann hlaut í forkosningum flokksins undan þeirri kvöð að kjósa sig og hvetja þá til að styðja Harris. Þrátt fyrir það sé fulltrúunum frjálst að styðja aðra frambjóðendur til forsetaefnis, bjóði þeir sig fram á flokksþinginu. Slóðin sé því ekki alveg troðin fram á við og einhver óvissa ríki um framhaldið. Nú fari umræða um varaforsetaefni á fullt en nafn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu hefur meðal annars verið nefnt í því samhengi. „Nú þarf bara að sjá hvort [Harris] nái að snúa vörn í sókn.“
Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Tengdar fréttir Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53 Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. 21. júlí 2024 17:53
Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. 21. júlí 2024 10:41