Burstaði hlaupið en tapaði samt: Algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 11:00 Jake Odey-Jordan stakk alla af í hlaupinu en hætti að hlaupa og missti þrjá fram úr sér. Getty/Jurij Kodrun Breski spretthlauparinn Jake Odey-Jordan var yfirburðamaður í sínum riðli í 200 metra hlaupi á EM unglinga í Slóvakíu um helgina en endaði samt bara í fjórða sæti í hlaupinu og datt úr leik. Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira