Burstaði hlaupið en tapaði samt: Algjört klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 11:00 Jake Odey-Jordan stakk alla af í hlaupinu en hætti að hlaupa og missti þrjá fram úr sér. Getty/Jurij Kodrun Breski spretthlauparinn Jake Odey-Jordan var yfirburðamaður í sínum riðli í 200 metra hlaupi á EM unglinga í Slóvakíu um helgina en endaði samt bara í fjórða sæti í hlaupinu og datt úr leik. Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
Ástæðan var algjört klúður hjá Odey-Jordan sem lét töffaraskapinn eyðileggja mótið fyrir sér. Þessi sextán ára strákur var að keppa á EM átján ára og yngri og þótti líklegur til afreka enda mikið efni. Odey-Jordan stakk líka alla af í riðlinum í undanrásum 200 metra hlaupsins og var langt á undan öllum keppinautum sínum þegar hann nálgaðist markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Í stað þess að klára hlaupið og tryggja sér öruggan sigur þá hægði hann hins vegar ferðina og lullaði hreinlega í mark eins og sigurinn væri í hendi. Hann áttaði sig ekki á því að það var enn þá talsvert í marklínuna og hinir hlaupararnir voru á fullri ferð. Það fór svo þannig að það hlupu þrír fram hjá honum áður en Odey-Jordan komst yfir línuna. Þetta voru Svíinn Bram Persson, Daninn Samuel Kærhög og Svisslendingurinn Mathieu Garbioud. Þeir komust allir áfram í undanúrslitin en Odey-Jordan var úr leik. „Þetta er allt í lagi. Þetta var auðvitað mér að kenna og ég get ekki verið svekktur út í neinn annan en mig sjálfan. Mér leið vel í þessu hlaupi, þetta var kannski ekki það hraðasta en mér leið vel. Ég hefði eflaust getað hlaupið undir 21 sekúndum. Það er allt í góðu samt,“ sagði Jake Odey-Jordan sem væntanlega lærir af þessari biturri reynslu. Það má sjá hlaupið hér fyrir neðan. A valuable lesson learned in #BanskaBystrica2024! ⚠ Don't ease back *that* early...! 😬 pic.twitter.com/eOlcLFtA3S— European Athletics (@EuroAthletics) July 19, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Fyrsti leikur vetrarins Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira