Ritstjóra DV dæmdur ósigur eftir símhringingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2024 13:16 Björn (til hægri) ásamt bróður sínum Braga við skákborðið á Ingólfstorgi á laugardaginn. Björn Þorfinnsson ritstjóri DV og alþjóðlegur meistari í skák var í banastuði á útiskákmóti á Ingólfstorgi í bongóblíðunni á laugardaginn. Lífið lék við Björn þar til að sími hringdi. Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur. Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Björn er mikill húmoristi og segir frá laugardagsævintýrum sínum í færslu á Facebook. Blásið var til útiskákmóts á Ingólfstorgi í tilefni af hundrað ára afmæli Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. „Aðstæður gátu ekki verið betri enda var boðið upp á einn besta dag sumarins,“ segir Björn. En þegar allt lék í lyndi fór í hönd það sem Björn kallar „raðfjölskyldusímaharmleik“ sem átti eftir að setja svip sinn á mótið og í raun allan daginn. Forsetinn dæmdi tap Tefldar voru níu skákir á mótinu og hafði Björn unnið fyrstu þrjár gegn verðugum andstæðingum. Fram undan var ein af úrslitaskákum mótsins gegn Arnari Gunnarssyni. Allt var í járnum í skákinni þegar sími hringdi skyndilega. Síminn var í jakkavasa Björns. „Verður smá uppnám, aðallega því að ég þekkti ekki einu sinni hringitóninn og var að reyna að átta mig á hvað hafði gerst, en svo steig Gunnar Björnsson, forseti SÍ og skákdómari, réttilega inn í og dæmdi tap á mig,“ segir Björn. Hann var sjálfur forseti Skáksambandsins um árabil og þekkir vel reglur um símabann á skákmótum. „Ég var smá stund að meðtaka atburðarásina enda er ég mjög passasamur á að slökkva á símanum mínum í þessum aðstæðum.“ Spjallgleði drottningar Allt í einu fattaði Björn hvað hefði gerst. Sonur hans hafði rétt fyrir skákina gegn Arnari beðið föður sinn um að passa símann rétt á meðan hann skaust í nærliggjandi sjoppu. Það var svo heittelskaður betri helmingur Björns og barnsmóðir sem hringdi símtalið örlagaríka. „Það hefur tekið 24 ár að spjallgleði drottningarinnar yrði mér að fjörtjóni en sennilega var það óhjákvæmilegt!“ segir Björn og slær hvergi af í gríni sínu. „Ég var talsvert sleginn eftir þessar vendingar og tapaði einnig næstu skák í mótinu en náð svo vopnum mínum á ný og náði að landa öðru sætinu í mótinu með 7 vinninga af 9, sem ég var í raun hinn kátasti með í ljósi áðurnefndra hörmunga.“ Síminn týndur, eða hvað? Einhverjir hefðu farið að sýna þreytumerki á þessum tímapunkti, eftir níu skákir í sólinni, en ekki Björn. Hann hélt út á galeiðuna um kvöldið til að fagna stórafmæli vinar síns. „Það endaði svo að sjálfsögðu með því að síminn minn týndist einhversstaðar, líklega í leigubílnum á leiðinni heim. Björgunaraðgerðir hafa ekki reynst árangursríkar hingað til og eftir þennan strembna dag hef ég því ákveðið að segja skilið við símtæki sem samskiptatól. Verulega ofmetin tækni,“ sagði Björn í færslu sinni að morgni sunnudags. Björn tjáir blaðamanni Vísis nú á mánudegi að ekki sé loku fyrir skotið að síminn finnist. „Find my iphone“ appið hafi sýnt staðsetningu símans í miðbænum og hann grunað einhvern þrjót um græsku. En kannski ekki. „Núna rámar mig í að ég hafi beðið barþjón um að hlaða hann fyrir mig þegar gleðin var í hámarki. Svo fór ég bara trallandi heim símalaus. Bíð núna eftir því að barinn opni og verð þar fyrsti gestur á mánudegi klukkan 16,“ segir Björn sem krossleggur fingur.
Reykjavík Skák Samkvæmislífið Mest lesið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”