Bjóða upp á persónuleg hlaupanúmer í Reykjavíkurmaraþoninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2024 16:18 Skilaboðin geta verið af ólíkum toga í ár. Hjartnæ, fyndin og allt þar á milli. Hlauparar og aðstandendur geta í fyrsta sinn búið til persónuleg hlaupanúmer fyrir komandi Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fram fer þann 24. ágúst næstkomandi. Hlaupið fagnar 40 ára afmæli í ár en það hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölmennasta hlaup á Íslandi. Frá fyrsta hlaupinu hefur ýmislegt breyst, bæði í samfélaginu og hlaupinu sjálfu. Þúsundir hlaupara spretta úr spori ár hvert, margir hverjir fyrir hin ýmsu góðgerðafélög. Reykjavíkurmaraþonið hefur því að geyma ótal sögur og ástæður fyrir því að fólk reimi á sig hlaupaskóna. Yfirskrift hlaupsins í ár er „Fyrsta hlaupið“ og er óður til þeirra fjölmörgu fyrstu skrefa sem stigin hafa verið í hlaupinu og þeirra þáttaskila sem þau hafa markað. Í tilefni þess hefur vefsíðan fyrstahlaupid.is verið opnuð en þar geta hlauparar og aðstandendur hlaðið upp mynd og búið til sitt persónulega hlaupanúmer sem þeir geta borið í hlaupinu og um leið sagt sína sögu eða lagt málstað annarra lið. Allir hlauparar munu þó áfram bera hefðbundin keppnisnúmer en þau fá þannig bæði persónulegt númer og hefðbundið keppnisnúmer þegar hlaupagögnin eru sótt fyrir keppni. Á nýju vefsíðunni geta hlauparar einnig deilt sínum myndum áfram á samfélagsmiðlum og þannig vakið enn meiri athygli á sinni áheitasöfnun. Hlaupið fer fram á Menningarnótt laugardaginn 24. ágúst. Hægt er að hlaupa maraþon, hálft maraþon, tíu kílómetra eða þrjár kílómetra. Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Hlaupið fagnar 40 ára afmæli í ár en það hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem fjölmennasta hlaup á Íslandi. Frá fyrsta hlaupinu hefur ýmislegt breyst, bæði í samfélaginu og hlaupinu sjálfu. Þúsundir hlaupara spretta úr spori ár hvert, margir hverjir fyrir hin ýmsu góðgerðafélög. Reykjavíkurmaraþonið hefur því að geyma ótal sögur og ástæður fyrir því að fólk reimi á sig hlaupaskóna. Yfirskrift hlaupsins í ár er „Fyrsta hlaupið“ og er óður til þeirra fjölmörgu fyrstu skrefa sem stigin hafa verið í hlaupinu og þeirra þáttaskila sem þau hafa markað. Í tilefni þess hefur vefsíðan fyrstahlaupid.is verið opnuð en þar geta hlauparar og aðstandendur hlaðið upp mynd og búið til sitt persónulega hlaupanúmer sem þeir geta borið í hlaupinu og um leið sagt sína sögu eða lagt málstað annarra lið. Allir hlauparar munu þó áfram bera hefðbundin keppnisnúmer en þau fá þannig bæði persónulegt númer og hefðbundið keppnisnúmer þegar hlaupagögnin eru sótt fyrir keppni. Á nýju vefsíðunni geta hlauparar einnig deilt sínum myndum áfram á samfélagsmiðlum og þannig vakið enn meiri athygli á sinni áheitasöfnun. Hlaupið fer fram á Menningarnótt laugardaginn 24. ágúst. Hægt er að hlaupa maraþon, hálft maraþon, tíu kílómetra eða þrjár kílómetra. Skráning í hlaupið fer fram á www.rmi.is. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira