Hinn 65 ára gamli Aguirre á að verða hálfgerður lærifaðir Márquez sem er 20 árum yngri. Er það von forráðamanna knattspyrnusambands Mexíkó að landsliðsmaðurinn fyrrverandi taki við landsliðinu þegar fram líða stundir.
Aguirre stýrði Mexíkó fyrst frá 2001 til 2002 og svo frá 2009 til 2010. Hann kom Mexíkó í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótunum 2002 og 2010. Hann á nú að stýra liðinu fram að HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
La experiencia de Javier Aguirre, la trayectoria de Rafa Márquez y el liderazgo probado a nivel mundial de ambos juntos en la Selección Nacional de México con miras al 2026 y en el Proyecto 2030. ¿Cómo no ilusionarnos?
— Selección Nacional (@miseleccionmx) July 22, 2024
¡Bienvenidos! 🤝🏻 pic.twitter.com/A01JDNTgek
Mexíkó gekk illa í Suður-Ameríkukeppninni og því ákvað knattspyrnusamband Mexíkó að endursemja við hinn reynslumikla Aguirre. Þjálfaraferill hans hófst árið 1995, síðan þá hefur hann þjálfað landslið Japan og Egyptalands ásamt því að þjálfa í heimalandinu sem og á Spáni.
Hann fær nú eitt loka tækifæri til að koma Mexíkó lengra en í 16-liða úrslit HM.