Ætlar að þagga niður í þeim sem segja ljóta hluti um sig á veraldarvefnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 22:45 Beto stefnir á að gera betur á komandi leiktíð. Stu Forster/Getty Images Beto, framherji Everton, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar sér að þagga niður í þeim sem hata og er með skjáskot af hinum ýmsu ummælum á netinu til að hvetja sig áfram. Hinn 26 ára gamli Beto gekk í raðir Everton sumarið 2023 eftir að hafa skorað 10 mörk fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið áður. Hann skoraði aðeins fimm mörk í öllum keppnum fyrir Everton og viðurkennir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. „Við þurfum að skilja eitt, fótbolti er einfaldur,“ sagði Beto í viðtali við BBC Sport er hann var spurður hvort hann notaði gagnrýni á samfélagsmiðlum sem bensín í að bæta sig. Everton striker Beto says he needs to "have haters" for motivation💪#BBCFootball pic.twitter.com/Gap7vFdf1J— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 „Við spilum fótbolta að atvinnu á meðan þau eru að vinna átta eða tólf tíma vaktir og samt koma þau (á leikina). Það eru ekki allir að fara elska þig og ekki allir í þessu lífi munu hata þig. Það er allt í lagi mín vegna.“ „Stundum les ég ummæli um mig þegar ég spila illa eða klúðraði góðu færi. Þau blóta mér fyrir að klúðra færum en mér finnst það allt í lagi. Ég mun þagga niður í þessu fólki.“ „Ég tek þessu persónulega. Þegar ég mæti á æfingu daginn eftir eða vikuna eftir þá man ég eftir ummælunum og hugsa með mér „þessi einstaklingur fær ekki að segja svona hluti um mig aftur.“ Svo held ég áfram,“ sagði Beto að endingu. Beto tók þátt í 37 leikjum á síðustu leiktíð, þar af voru 27 þar sem hann kom inn af bekknum. Hann vonast til að spila meira á komandi leiktíð en Dominic Calvert-Lewin, aðalframherji Everton, hefur verið orðaður við Newcastle United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Beto gekk í raðir Everton sumarið 2023 eftir að hafa skorað 10 mörk fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið áður. Hann skoraði aðeins fimm mörk í öllum keppnum fyrir Everton og viðurkennir að hann hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar. „Við þurfum að skilja eitt, fótbolti er einfaldur,“ sagði Beto í viðtali við BBC Sport er hann var spurður hvort hann notaði gagnrýni á samfélagsmiðlum sem bensín í að bæta sig. Everton striker Beto says he needs to "have haters" for motivation💪#BBCFootball pic.twitter.com/Gap7vFdf1J— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 „Við spilum fótbolta að atvinnu á meðan þau eru að vinna átta eða tólf tíma vaktir og samt koma þau (á leikina). Það eru ekki allir að fara elska þig og ekki allir í þessu lífi munu hata þig. Það er allt í lagi mín vegna.“ „Stundum les ég ummæli um mig þegar ég spila illa eða klúðraði góðu færi. Þau blóta mér fyrir að klúðra færum en mér finnst það allt í lagi. Ég mun þagga niður í þessu fólki.“ „Ég tek þessu persónulega. Þegar ég mæti á æfingu daginn eftir eða vikuna eftir þá man ég eftir ummælunum og hugsa með mér „þessi einstaklingur fær ekki að segja svona hluti um mig aftur.“ Svo held ég áfram,“ sagði Beto að endingu. Beto tók þátt í 37 leikjum á síðustu leiktíð, þar af voru 27 þar sem hann kom inn af bekknum. Hann vonast til að spila meira á komandi leiktíð en Dominic Calvert-Lewin, aðalframherji Everton, hefur verið orðaður við Newcastle United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira