Fulltrúar Fatah og Hamas undirrita viljayfirlýsingu í Peking Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 06:58 Mahmoud al-Aloul og Mussa Abu Marzuk ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. epa/Pedro Pardo Fulltrúar Fatah og Hamas, sem hafa fundað í Pekíng í vikunni, undirrituðu yfirlýsingu í gær þar sem fjallað er um bráðabirgðastjórn yfir Gasa og Vesturbakkanum þegar átökum lýkur. Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Samkvæmt New York Times er þó ekkert fjallað um útfærslu í yfirlýsingunni né tímasetningar. Mousa Abu Marzouk, háttsettur embættismaður innan Hamas, sagði um að ræða söguleg tímamót og þá lofaði Mahmoud al-Aloul, sem fór fyrir sendinefn Fatah, stjórnvöld í Kína fyrir að standa með Palestínumönnum. Tólf aðrar hreyfingar Palestínumanna eru sagðar hafa undirritað yfirlýsinguna. Sérfræðingar segja um að ræða ákveðna sýndarmennsku af hálfu Kína og það sé ekkert sem bendi til þess að leiðtogum Fatah og Hamas sé alvara með að láta af átökum sín á milli og sameinast um nýja stjórn til að leiða Palestínu. „Það sem átti sér stað í Kína er ekkert merkilegt,“ segir Jehad Harb, sérfræðingur í málefnum Palestínu. Fulltrúar Fatah og Hamas hafa áður freistað þess að ná saman og sent frá sér ýmsar yfirlýsingar eftir fundarhöld en án þess að það hafi skilað neinu. „Þessar yfirlýsingar eru ekki virði bleksins sem þarf til að undirrita þær,“ segir Abd Al-Rahman Basem al-Masri, 25 ára íbúi Deir al Balah á Gasa. „Við höfum séð þetta áður og glatað allri trú á þeim.“ Israel Katz, utanríkisráðherra Ísrael, fordæmdi hins vegar Mahmoud Abbas, leiðtoga Fatah og forseta Palestínu, fyrir að ganga að samningum við Hamas. „Í stað þess að hafna hryðjuverkastarfsemi þá tekur Mahmoud Abbas morðingja og nauðgara Hamas í fangið og sýnir sitt rétta andlit,“ sagði Katz í yfirlýsingu. Ekkert verði úr samkomulaginu þar sem Hamas verði tortímt og Abbas muni horfa til Gasa úr fjarlægð. „Öryggi Ísrael verður algjörlega í höndum Ísrael.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Kína Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira