Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 11:40 Konungsfjölskyldan nýtur góðs af tekjum eignarhaldsfélagsins, sem renna samt að stærstum hluta til ríkisins. AP/Kirsty Wigglesworth Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times. Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times.
Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira