Hagnaður krúnunnar meira en tvöfaldast vegna vindorkusamninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júlí 2024 11:40 Konungsfjölskyldan nýtur góðs af tekjum eignarhaldsfélagsins, sem renna samt að stærstum hluta til ríkisins. AP/Kirsty Wigglesworth Hagnaður eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um jarðir og fasteignir í eigu bresku konungsfjölskyldunnar jókst gríðarlega í fyrra og nam 1,1 milljarði punda, samanborið við 442 milljónir árið á undan. Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times. Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira
Stærstan part ágóðans má rekja til samninga um leigu á sjávarlóða til vindorkuframleiðslu. Talsmaður félagsins segir þannig um að ræða einskiptis hækkun og að tekjurnar muni jafnast aftur út á næstu árum. Hin mikla tekjuaukning mun hins vegar leiða til þess að fjárframlagið sem konungsfjölskyldan fær frá breska ríkinu verður 132 milljónir punda fjárhagsárið 2025-2026 en það hefur verið í kringum 86 milljónir síðustu ár. Fyrirkomulagið varðandi eigur konungsfjölskyldunnar, sem haldið er utan um í eignarhaldsfélagi sem kallast á ensku „Crown Estate“, hefur verið þannig í margar aldir að hagnaðurinn rennur til ríkisins, sem greiðir fjölskyldunni svo framlag til svo hún geti sinnt skyldum sínum. Karl III Bretakonungur fór þess á leit við ríkið að ágóðinn af leigusamningunum yrði notaður þjóðinni til heilla og þannig samþykkti ríkisstjórn Rishi Sunak að lækka hlutfall fjölskyldunnar af hagnaðinum úr 25 prósentum í 12 prósent. Ef þetta hefði ekki verið gert hefði framlagið til fjölskyldunnar 2025-2026 numið 275 milljónum punda, sem hefði eflaust verið erfiður biti fyrir bresku þjóðina að kyngja, á sama tíma og almenningur glímir við síhækkandi verðlag. Í skýrslu um afkomu eignarhaldsfélagsins segir einnig að heimsóknum í Buckingham-höll og Windsor-kastala hafi fjölgað eftir Covid-19 og sé næstum á pari við fjöldann fyrir faraldurinn. Þá segir að konungsfjölskyldan hafi sinnt 2.300 verkefnum, sem er umtalsvert minna en fyrir Covid-19, þegar þau voru 3.200. Hafa ber í þessu samhengi að Elísabet II lést árið 2022 og Filippus prins árið 2021. Þá hafa Harry sonur Karls og eiginkona hans Meghan látið af störfum fyrir konungsfjölskylduna. Þeim hefur þannig fækkað sem sinna verkefnum hennar. Þess er einnig getið í skýrslunni að Karli og Katrínu prinsessu af Wales hafi borist 27.620 bréf í pósti, þar sem þeim var óskað góðs bata í kjölfar þess að bæði greindust með krabbamein. Umfjöllun New York Times.
Bretland Vindorka Kóngafólk Karl III Bretakonungur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Sjá meira