Hún var kölluð drusla Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 24. júlí 2024 16:00 Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Druslugangan Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun