Fjöldi mótmælir við sögulegt ávarp Netanjahú Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2024 16:42 Mótmælendur safnast saman við þinghúsið í Washington DC til að mótmæla stríðsrekstri Ísraela á Gasa og vopnasölu Bandaríkjanna til Ísraels. EPA/Jim Lo Scalzo Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC. Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Netanjahú, sem ávarpar þingið klukkan sex að íslenskum tíma, kom til Bandaríkjanna á mánudag og mun í framhaldi af ávarpinu á þinginu funda með Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Þá hyggur hann á fund með Donald Trump, forsetaefni repúblikana. Netanjahú hefur boðað að segja sannleikann um réttlætanlegan stríðsrekstur Ísraela. Forsætisráðherrann sætir auknum alþjóðlegum þrýstingi eftir tæplega tíu mánaða stríðsrekstur á Gasa eftir hryðjuverkaárás Hamas samtakanna þann 7. október í fyrra. Reiknað er með miklum mótmælum í Washington DC af hendi stuðningsfólks Palestínu. Að neðan má sjá beina útsendingu AP frá þinghúsinu. Þá er reiknað með því að einhverjir þingmenn Demókrata sniðgangi ávarpið, þeirra á meðal Bernie Sanders, þingmaður Vermont. Þá verður Kamela Harris fjarverandi en sú skýring gefin að hún eigi ekki heimangengt. Talið er að 39 þúsund manns hafi látist á Gasa síðan í október í fyrra en nýjasta áhyggjuefnið er möguleg útbreiðsla lömunarveiki á Gasa. Heimsókn Netanjahú, sem er fyrsti erlendi leiðtogi í heiminum til að ávarpa þingið í fjórða skipti,fellur að nokkru leyti í skugga mikilla vendinga vestan hafs. Fyrst má nefna banatilræðið á Donald Trump og svo sú ákvörðun Joe Biden að draga framboð sitt til forseta til baka og styðja við varaforsetann Kamelu Harris. Frétt BBC.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira