Hættustig Gauti Kristmannsson skrifar 25. júlí 2024 08:35 Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir um tíu árum voru aðildarviðræður Íslands við ESB stöðvaðar. Fyrir meginþorra Íslendinga var þetta vond ákvörðun að mínu mati því hún hafði það í för með sér að við urðum að búa við íslensku krónuna og vextina á henni. Í dag borga skuldarar innlendra lána jafnvel tugþúsundir mánaðarlega aukreitis miðað við að við hefðum evru sem gjaldmiðil. Þetta kom hins vegar stórútgerðinni vel, sem gerir upp í evrum en greiðir laun í krónum. Bændur eru að vakna upp við vondan draum, en þetta tekur tíma og kannski nokkur gjaldþrot að síast inn. Ein rökin gegn evrunni voru að hægt væri að lækka gengi krónunnar til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það gerðist reyndar ekki alveg þannig eftir hrunið þegar það rauk upp og þúsundir fluttu úr landi til að fá sér vinnu. Þar kom sér vel að vera með frjálsa för innan EES, sem gerði fólki kleift að flýja hörmungarnar hér á landi og finna vinnu. En við höfum þraukað þessi tæpu 16 ár sem liðin eru og þar sem ferðaþjónustan kom til að bæta efnahaginn með gjaldeyrisinnflæði þá virtist þetta vera svo sem allt í lagi. Covid var að vísu viðvörun þar sem tengslin við ESB í gegnum EES hjálpuðu þó til, til að mynda með útvegun bóluefna. En nú er kannski að teiknast upp önnur staða. Nýlega var lýst yfir hættustigi vegna Grindavíkur á rauðu svæði, og óvissustigi í Svartsengi með orkuverinu og Bláa lóninu sem eru á appelsínugulu svæði. Ef illa fer og við missum hvort tveggja í náttúruhamförum þá verður Ísland mjög illa statt, líkast til verr en 2008, ekki síst ef manntjón yrði í slíkum hamförum. Víst er að Reykjanesskagi yrði hamfarasvæði, líka þeir staðir sem ekki yrðu fyrir beinu tjóni, vegna rafmagns- og vatnsleysis. Ferðaþjónustan myndi vafalaust falla saman eftir slíkar fréttir og það aftur á móti leiddi til mikils falls krónunnar, geri ég ráð fyrir. Við getum svo ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefði síðan á flugfélögin og hótelin í landinu. Gífurlegt atvinnuleysi væri afleiðingin hvað sem liði gengi krónunnar. Efnislega tjónið yrði gífurlegt og Náttúruhamfarasjóður hefði líkast til enga möguleika á að standa undir því öllu saman. En hvað kemur það ESB og evrunni við? Jú, ef við hefðum evru sem gjaldmiðil myndi hún ekki hrynja þótt hamfarir verði á Íslandi, hún myndi ekki haggast, held ég. ESB er síðan með digra sjóði vegna náttúruhamfara sem Íslendingar hefðu aðgang að sem aðildarríki. Ég vona innilega, eins og við öll, að ekkert gerist á Reykjanesskaga í líkingu við þessa sviðsmynd, en jafnvel þótt svo verði ekki, er ég sannfærður um að aðild og evra yrðu gríðarleg lífskjarabót fyrir Íslendinga. Höfundur er prófessor og deildarforseti Íslensku- og menningardeildar HÍ.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun